Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Alþingi Skattar og tollar Sjávarútvegur Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin:? 1. Veiðileyfagjöld síðasta árs dugðu ekki einu sinni fyrir þeim kostnaði sem hið opinbera verður fyrir við að þjónusta greinina, eins og eftirlit og hafrannsóknir. Sjávarútvegsfyrirtækjunum tókst meira að segja síðustu jól að lobbýja í gegnum fjárlaganefnd Alþingis viðbótarfé úr ríkiskassanum til að fjármagna loðnuleit en samkvæmt lögum á veiðileyfagjaldið að duga fyrir slíkum kostnaði. 2. Annar samanburður sem ég fann út var að veiðileyfagjaldið var þá svipað hátt og útvarpsgjaldið og það var jafnvel lægra en tóbaksgjaldið! Stangveiðimenn greiddu hærra gjald en stórútgerðin 3. Stangveiðimenn greiddu í fyrra hærri veiðileyfagjöld fyrir veiði sína í ám og vötnum heldur en stórútgerðin greiddi fyrir aðgang sinn að einum bestu sjávarauðlindum jarðar, sem þjóðin á samkvæmt lögum. Mikilvægt er að rugla ekki saman veiðileyfagjaldi við aðra skatta sem öll önnur fyrirtæki greiða. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að sjávarauðlindum sem almenningur á. 4. Krónutala veiðileyfagjalds hefur lækkað um tæp 60% á þremur árum. Ekki er mjög sannfærandi að halda því fram að afkoma greinarinnar hafi versnað um tæp 60% á þessu tímabili. Samkvæmt nýjustu tölum frá sjávarútvegsdeginum 2020 sem byggir á tölum frá fyrirtækjunum sjálfum hefur eigið fé (sem eru eignir mínus skuldir) fyrirtækjanna aukist um 60% á 5 árum. Sé litið á kjörtímabilið í heild, sem lýkur eftir 5 mánuði, nemur lækkun krónutala veiðileyfagjalda um þriðjung. Þegar kemur að þeim varnarpunkti sérhagsmunagæslunnar að hækkun veiðileyfagjalds komi sér svo illa við litlar útgerðir þá má minna á að 80% veiðileyfagjaldsins er greitt af einungis 3% af öllum þeim aðilum sem greiða veiðileyfagjald. Prívat-arður stórútgerðar hærri en veiðileyfagjöld þjóðar 5. Veiðileyfagjöldin sem þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær, eru lægri en arðurinn sem rennur í prívatvasa útgerðarmanna. Þessar prívat-arðgreiðslur sem renna einungis í vasa útgerðarmanna og fjölskyldna þeirra voru yfir 60 milljörðum á 5 árum.Til samanburðar er þessi upphæð prívat-arðgreiðslna næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en það sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári. Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis og er það löngu byrjað. Og eignast þeir þannig meira og minna Ísland. Er ekki ástæða til að breyta þessu? Höfundur er alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun