Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2021 23:10 Jóhann Snorri Sigurbergsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. Sigurjón Ólason Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku. Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Sprungur í malbiki og hrundar hraunhleðslur eru helstu ummerkin í Svartsengi eftir jarðskjálftahrinuna öflugu í aðdraganda eldgossins. Gosið sjálft ógnar hins vegar ekki orkuverinu. „Þessi staðsetning á eldgosinu er mjög heppileg hvað þetta varðar. Þetta er þannig staðsett að það er ólíklegt að kvika renni hér yfir okkar innviði þannig að við erum mjög fegin,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, í fréttum Stöðvar 2. „Okkar jarðfræðingar hefðu líklega valið þennan stað ef þeir hefðu fengið að velja hvar eldgosið ætti að koma upp," bætir hann við. Jarðgufuvirkjun HS Orku í Svartsengi. Þar eru einnig höfuðstöðvar fyrirtækisins. Fjallið Þorbjörn í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðskjálftahrinan hefur ekki bara opnað sprungur á yfirborði heldur einnig í jarðhitakerfum neðanjarðar, sem fæða orkuver eins og það í Svartsengi. „Jarðskjálftar hafa yfirleitt alltaf einhver áhrif á okkar jarðhitakerfi, eða kerfið sem við vinnum upp úr. Og við sjáum það eftir þessa hrinu, sem var núna fyrr í ár, að áhrifin eru frekar jákvæð heldur en neikvæð. Þau eru jákvæð. Það er aukinn kraftur í kerfinu. Við fáum í rauninni meira magn af gufu heldur en við fengum áður, svona lítillega, sem er eitthvað sem við bjuggumst við.“ -Og kannski jarðeldurinn kyndir ennþá betur undir? „Ekki ennþá. Við sjáum enga tengingu við það sem er að gerast þarna við Fagradalsfjall í kerfinu okkar. Af því að þetta virðast vera ótengd kerfi. En þetta kemur líklega bara úr sömu eldkúlunni og við erum að vinna úr hérna. Þannig að þetta er einhvern veginn tengt. Spurning hvað þú þarft að fara neðarlega,“ segir Jóhann Snorri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grindavík Orkumál Jarðhiti Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Vísindaráð almannavarna: Kvika mun ekki brjóta sér leið upp á öðrum stað í bráð Engar vísbendingar eru um að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð. Þetta er niðurstaða fundar Vísindaráðs almannavarna sem kom saman í dag til að bera saman bækur sínar. 25. mars 2021 16:49