Veirutímar og hlutverk laga Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2021 07:30 „Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar