HSÍ vill byrja sem fyrst og furðar sig á gagnrýninni Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 14:01 FH vann Selfoss í einum af síðustu leikjunum áður en keppnisbann tók gildi á Íslandi 25. mars. vísir/hulda „Við viljum byrja. Við viljum fá handboltann í gang sem fyrst. Það eru okkar hagsmunir. En við viljum líka fara að vilja félaganna,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“ Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“
Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira