Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun Signý Jóhannesdóttir skrifar 16. apríl 2021 13:30 Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Signý Jóhannesdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun