Tvær myndir stéttabaráttunnar Drífa Snædal skrifar 16. apríl 2021 15:32 „BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Neytendasamtökin hafa bent á að dæmi séu um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast og að þvert á gefin fyrirheit sé ekki eingöngu send krafa fyrir höfuðstóli lána, heldur einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Einhverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endurnýjun lífdaga. Í því sambandi er rétt að minna á að þeir okurvextir sem smálánafyrirtæki lögðu á lán til einstaklinga reyndust ólögmætir. Það er löngu kominn tími til að okurlánarar hætti að níðast á viðkvæmu og fátæku fólki og skýr krafa að fjármálaeftirlitið fari að einbeita sér að glæpsamlegum athöfnum þessara fyrirtækja. ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu. ASÍ skilaði umsögn sinni við fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 í vikunni. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi við lok tímabilsins, sem er með öllu óásættanleg framtíðarsýn. Markmið ríkisfjármála á að vera að dempa höggið af kreppunni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til framtíðar. Við súpum enn seyðið af því langtímaatvinnuleysi sem myndaðist í kringum hrun en eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn, þeim mun erfiðara verður að takast á við það. Stjórnvöld eru einnig með áform um „afkomubætandi ráðstafanir“ en orðið afkomubætandi er nýyrði sem virðist hafa verið fundið upp af núverandi fjármálaráðherra. Það kemur fyrst fyrir í þingtíðindum á þarsíðasta þingi en þá aðeins í mýflugumynd. Orðið finnst heldur ekki á timarit.is en kemur hins vegar fyrir 114 sinnum í framlagðri fjármálaáætlun. Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skattahækkanir eða niðurskurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að niðurgreiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eiga að vera í fyrsta sæti. Niðurskurður mun gera kreppuna dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Smálán Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„BPO Innheimta ehf. er nýtt og framsækið innheimtufyrirtæki á sviði innheimtu á Íslandi,“ eða þannig kynnir fyrirtækið sig á heimasíðu sinni. Framsæknin varð ljós í vikunni þegar fyrirtækið keypti kröfusöfn smálánafyrirtækja og hóf að senda út greiðsluseðla í heimabanka fólks með eindaga sama dag og kröfurnar voru sendar út. Neytendasamtökin hafa bent á að dæmi séu um að kröfur hafi hækkað mikið, jafnvel tvöfaldast og að þvert á gefin fyrirheit sé ekki eingöngu send krafa fyrir höfuðstóli lána, heldur einnig lántökukostnaði, innheimtukostnaði og vöxtum. Einhverjar kröfur eru þegar greiddar og ganga í endurnýjun lífdaga. Í því sambandi er rétt að minna á að þeir okurvextir sem smálánafyrirtæki lögðu á lán til einstaklinga reyndust ólögmætir. Það er löngu kominn tími til að okurlánarar hætti að níðast á viðkvæmu og fátæku fólki og skýr krafa að fjármálaeftirlitið fari að einbeita sér að glæpsamlegum athöfnum þessara fyrirtækja. ASÍ styður Neytendasamtökin í sinni baráttu. ASÍ skilaði umsögn sinni við fjármálaáætlun fyrir árin 2022–2026 í vikunni. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi við lok tímabilsins, sem er með öllu óásættanleg framtíðarsýn. Markmið ríkisfjármála á að vera að dempa höggið af kreppunni með því að tryggja afkomu fólks og fulla atvinnu til framtíðar. Við súpum enn seyðið af því langtímaatvinnuleysi sem myndaðist í kringum hrun en eftir því sem atvinnuleysi dregst á langinn, þeim mun erfiðara verður að takast á við það. Stjórnvöld eru einnig með áform um „afkomubætandi ráðstafanir“ en orðið afkomubætandi er nýyrði sem virðist hafa verið fundið upp af núverandi fjármálaráðherra. Það kemur fyrst fyrir í þingtíðindum á þarsíðasta þingi en þá aðeins í mýflugumynd. Orðið finnst heldur ekki á timarit.is en kemur hins vegar fyrir 114 sinnum í framlagðri fjármálaáætlun. Í stuttu máli er þarna verið að leggja til annað hvort skattahækkanir eða niðurskurð. Ég árétta þá afstöðu ASÍ að niðurgreiðsla skulda á að mæta afgangi. Afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eiga að vera í fyrsta sæti. Niðurskurður mun gera kreppuna dýpri og skaðlegri en hún þarf að vera. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun