Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. apríl 2021 18:31 Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á dögunum 8. til 15. apríl. Fylgi Miðflokksins hefur dalað nokkuð í könnunum Maskínu undanfarið; var 7,3% í desember en 6,1% í mars. Flokkurinn hlaut 11,1% fylgi í síðustu kosningum árið 2017 og sjö þingsæti. Frá því að tveir þingmenn Flokks fólksins gengu í raðir Miðflokksins í ársbyrjun 2019 hefur hann verið fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hækkar aftur á móti. Vinstri Grænir mælast næststærsti flokkurinn með 15,2% miðað við 13,2% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í 23,8% og Framsóknarflokksins í 11,1%. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðí Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að kanna möguleika á áframhaldandi stjórnarsamstarfi fengju flokkarnir til þess umboð.vísir/Einar Saman eru stjórnarflokkarnir með um 50% fylgi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eðlilegt væri að stjórnarflokkarnir myndu kanna möguleikann á áframhaldandi samstarfi fengju þeir til þess umboð. „Ég held að það væri mjög eðlilegt að þessir flokkar myndu setjast niður og ræða möguleika á framhaldi. En við höfum sagt það núna eins og við sögðum fyrir síðustu kosningar að við erum ekki að útiloka neinn frá samstarfi og erum ekki að lofa neinu um samstarf,“ sagði Katrín og bætti við að það hafi ekki reynst farsælt að vera með of miklar yfirlýsingar og útiloka samstarfsmöguleika. „Það var nú kannski bara eftir þá reynslu sem við öðluðumst eftir kosningarnar 2016, þar sem var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn og miklar yfirlýsingar höfðu verið gefnar fyrir kosningar, að við tókum þann lærdóm af því að vera ekki með of miklar yfirlýsingar.“ „En færi það svo að þessir flokkar fengu meirihluta væri það mjög eðlilegt að við myndum setjast niður og kanna möguleika á framhaldi,“ sagði Katrín í Víglínunni. Þannig það væri fyrsti kostur? „Það hangir auðvitað svo margt á niðurstöðum kosninga og þessi ríkisstjórn var mjög óvænt niðurstaða síðast og spratt meðal annars upp úr því hversu erfitt það hafði reynst að mynda ríkisstjórn áður. En þetta hefur gengið vel og þess vegna segi ég að það væri undarlegt að láta ekki reyna á framhaldið. En ég ætla ekki að útiloka neina aðra kosti hins vegar,“ sagði Katrín. Fylgi Samfylkingarinnar dalar enn Samfylkingin heldur áfram að dala í könnunum Maskínu. Fylgið stendur nú í 12,8% og hefur lækkað verulega frá áramótum þegar það var 17,9%. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu lækka einnig lítillega. Píratar um eitt prósent og mælast með 11,1% fylgi en Viðreisn með 11,5%. Ólíkt því sem verið hefur í síðustu könnunum mælist Sósíalistaflokkur Íslands ekki inni á þingi með 4,1% fylgi. Fylgi Flokks fólksins hækkar hins vegar aðeins og flokkurinn mælist nú inni með 5% fylgi. Maskína gerði könnunina á dögunum 8. til 15. apríl og svarendur voru 892 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira