„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 14:00 Magnús Þór Jónsson er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. vísir/friðrik þór/getty/Christopher Furlong Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“ Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira