Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 20. apríl 2021 12:24 Ekki hafa verið færri ríki með hvítum lit á korti Blaðamanna án landamæra frá árinu 2013. Skjáskot Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Alls eiga 180 ríki sæti á listanum sem er gefinn út árlega og situr Ísland nálægt Eistlandi, Kanada og Austurríki. Hin Norðurlöndin skipa fjögur efstu sætin líkt og undanfarin ár og trónir Noregur á toppnum. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður listann en það var í 10. sæti árið 2017. Norður-Kórea vermir nú botninn ásamt Túrkmenistan og Kína. Bandaríkin falla niður um eitt sæti og er nú í 44. sæti en á lokaári Donalds Trump í Hvíta húsinu var skráður metfjöldi árása á blaðamenn þar í landi. Vísa sérstaklega til herferðar Samherja Í umfjöllun samtakanna um Ísland er meðal annars minnst á herferð Samherja gegn blaða- og fréttamönnum sem hafa fjallað um starfsemi útgerðar- og sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Þá er þess getið að erfitt rekstrarumhverfi haldi áfram að vera eitt helsta vandamál íslenskra fjölmiðla. Síðustu ár hafa samtökin sömuleiðis sagt að versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla sé ein ástæða fyrir því að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað. Að sögn Blaðamanna án landamæra er aðgengi fólks að fjölmiðlum nú takmarkað með einum eða öðrum hætti í 73% af þeim 180 löndum á listanum. Í samantekt samtakanna segir að merki séu um verulega afturför þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og tilraunum til að tálma fréttaumfjöllun. Þar á meðal hafi stjórnvöld reynt að nýta kórónaveirufaraldurinn til að réttlæta aðgerðir sem hefta upplýsingaöflun blaða- og fréttamanna og koma í veg fyrir fréttaöflun á vettvangi. Gjalda samtökin varhug við að yfirvöld muni freista þess að halda slíkum takmörkunum til streitu eftir að faraldrinum lýkur. Vantraust á fjölmiðlum á uppleið Að sögn Blaðamanna án landamæra er víða sífellt erfiðara fyrir blaða- og fréttamenn að kafa ofan í og greina frá viðkvæmum málum, einkum í Asíu, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Með fjölmiðlafrelsislistanum er birt kort þar sem litur ríkis segir til um stöðu fjölmiðlafrelsis þar í landi. Aldrei hafa verið færri hvít ríki á kortinu frá árinu 2013 en það merkir að ástandið þar sé gott eða hagstætt fyrir blaða- og fréttamenn. Þá lýsa samtökin yfir áhyggjum sínum af því að vantraust til blaða- og fréttamanna færist víða í aukanna á sama tíma og upplýsingaóreiða og upplýsingafölsun eykst.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00