Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2021 20:21 Miðbær Reykjavíkur hefur einna helst fengið að finna fyrir samkomutakmörkunum en skemmtistaðir hafa verið lokaðir, eða starfsemi þeirra skert verulega, síðan samkomubann skall á í mars í fyrra. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. Þetta kemur fram í glærukynningu ríkisstjórnarinnar frá blaðamannafundi um boðaðar breyttar reglur á landamærum, sem taka eiga gildi 22. apríl. „Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt þegar búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni,“ segir í síðustu glæru kynningarinnar. Í annarri glæru er farið yfir bólusetningaráætlun næstu vikna. Þar kemur fram að 1. júní eigi 67 prósent Íslendinga 16 ára og eldri að vera búnir að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Mánuði síðar, þann 1. júlí, eiga allir 16 ára og eldri að vera búnir að fá fyrri skammtinn. Spáin miðast við „bestu upplýsingar“ eins og staðan er í dag. Þetta gæti þannig þýtt að öllum veirutakmörkunum innanlands, sem nú felast meðal annars í tuttugu manna samkomubanni, tveggja metra fjarlægðarmörkum og takmörkunum á hinni ýmsu starfsemi, yrði aflétt um þetta leyti, 1. júní. Þann dag ber upp eftir sléttar sex vikur. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. 20. apríl 2021 16:25 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Þetta kemur fram í glærukynningu ríkisstjórnarinnar frá blaðamannafundi um boðaðar breyttar reglur á landamærum, sem taka eiga gildi 22. apríl. „Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt þegar búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni,“ segir í síðustu glæru kynningarinnar. Í annarri glæru er farið yfir bólusetningaráætlun næstu vikna. Þar kemur fram að 1. júní eigi 67 prósent Íslendinga 16 ára og eldri að vera búnir að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Mánuði síðar, þann 1. júlí, eiga allir 16 ára og eldri að vera búnir að fá fyrri skammtinn. Spáin miðast við „bestu upplýsingar“ eins og staðan er í dag. Þetta gæti þannig þýtt að öllum veirutakmörkunum innanlands, sem nú felast meðal annars í tuttugu manna samkomubanni, tveggja metra fjarlægðarmörkum og takmörkunum á hinni ýmsu starfsemi, yrði aflétt um þetta leyti, 1. júní. Þann dag ber upp eftir sléttar sex vikur.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. 20. apríl 2021 16:25 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13
Taka upp eigið áhættumat og leggja til að ráðherra geti hert reglur Íslensk yfirvöld ætla að taka upp eigið mat á áhættu við ferðalög vegna kórónveirufaraldursins frá og með 7. maí. Heilbrigðis- og dómsmálaráðherra gætu fengið heimild til að herða aðgerðir gagnvart ákveðnum ríkjum á grundvelli áhættumatsins. 20. apríl 2021 16:25