„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 21:01 Á myndinni til vinstri má sjá hve bólgin Seia er í andlitinu nú samanborið við áður. Aðsend Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. „Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia. Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
„Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia.
Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira