Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:01 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. „Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir. Strandabyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir.
Strandabyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira