Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:39 Mohammed Aisha hefur loksins fengið að yfirgefa skipið MV Amman og er farinn aftur heim til Sýrlands. skjáskot Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár. „Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan. Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
„Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan.
Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira