Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:01 Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á toppliði Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers. ap/Aaron Gash Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira