90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 18:55 Greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn. Vísir/Vilhelm Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira