Vinur minn Anfinn í tröllahöndum Svanur Guðmundsson skrifar 23. apríl 2021 21:38 Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja. Þar mættu margir af honum læra. Að fyrra bragði trúir hann því besta um fólk og telur alla vinna af heilindum, en ef menn sýna annað verður hann reiður. Þegar ég kvaddi Anfinn og Elísabetu konu hans í Tromsö árið 1986 voru þau með seiðaeldi á prjónunum í Færeyjum. Síðar æxluðust mál þannig að þau tóku við útgerð föðurs Anfinns. Hafa þau byggt upp mikið og glæsilegt útgerðarfyrirtæki í Færeyjum af miklum dugnaði og nýtt sér tengingar hér á landi við menn og fyrirtæki sem og annars staðar. Elísabet var við nám hér á landi áður en hún fór til Tromsö. Hafa þau ræktað vel sinn vinskap við Íslendinga. Þau hjón, Elísabet og Anfinn, eru fyrirmyndar fólk sem geisla af góðmennsku og lífsgleði. Eitt sinn man ég eftir að hafa sagt þeim hjónum frá því að Íslendingar gerðu grín að Færeyingum og kölluðu þá tafsara. „Thad er allt í lagi sagði Færeyingurinn, við köllum ykkur jáara. En svo segið þið flugvél og það er í fínu lagi en þið segið líka stígvél, en hvar er vélin?“ Samherjaleikurinn berst til Færeyja Í gær sýndi Ríkisútvarpið færeyskan þátt sem gefið var nafnið Hinir óseðjandi. Hverjir voru óseðjandi og um hvað fjallaði þátturinn er erfitt að segja. Markmiðið var klárt, að láta áhorfendur sitja uppi með þá tilfinningu að eitthvað verulega spillt og rotið sé í rekstri Samherja og Framherja í Færeyjum. Kunnuglegt stef þegar Ríkisútvarpið fjallar um sjávarútveg. Í þessum þætti sáum við mörg myndbrot klippt fram og til baka úr myndasafni Kveiks með undirspili eins og um glæpaþátt væri að ræða. Þarna voru Kveiksmenn, sérskipaðir rannsakendur, að lesa í færslur reikninga sem þeir komumst yfir en vissu greinilega ekki mikið um. Enda höfðu þeir lítið haft fyrir því að kynna sér rekstur fyrirtækjanna eða hvað menn væru að gera þar. Þeir ætluðu sér að finna eitthvað allt annað. Það var einfaldlega verið að leita að lögbroti enda virðast þeir sannfærðir um að útgerðarmenn ástundi glæpi víða um heim eftir að í hendurnar á þeim barst mikið af gögnum sem þeir virðist lítið skilja í. Samskipti byggð á blekkingum Þótti mér þetta allt hið undarlegasta og hafði því samband við Anfinn og spurði hann útí málin. Anfinn sagði mér frá hvernig KVF (Færeyska Kringkastið) blekkti hann og setti upp viðtal sem var ekkert annað en fyrirsát. Fyrir viðtalið, sem hann hafði samþykkt, hafði hann fengið spurningar sem hann svaraði skilmerkilega. En eftir að „viðtalinu“ var lokið og búið var taka af honum hljóðnemann byrjaði óformlegt samtal og myndavélar áfram í gangi sem hann vissi ekkert um. Þetta eru orðin kunnugleg vinnubrögð fréttamanna hér á landi og ekki nema von að forsvarsmenn fyrirtækja séu farnir að neita að mæta í viðtöl hjá sumum miðlum. Anfinn segist ekki vilja tala við menn sem haga sér svona en hann sendi frá sér greinargerð eftir að þættirnir voru sýndir í færeyska sjónvarpinu. Greinargerðina er hægt að finna á vef kvf.fo inn í grein sem heitir „Anfinn Olsen vísir ákærum aftur”. En hvar er vélin? Í bréfi sínu útskýrir Anfinn þau viðskipti sem fréttamenn eru nú að gera tortryggilegt og væri ekki vanþörf á því að þessi greinargerð birtist í íslenskum fjölmiðlum svo að landsmenn geti séð hið rétta í málinu. Það er öllum ljóst að Anfinn og Elísabet eiga 67% Framherja og að auki eiga þau 27% hlut í félaginu Framinvest sem á 33% hlutinn í Framherja. Í þættinum voru sýndar 16 færslur til og frá Framherja og Framinvest sem allar voru vegna kaupa og sölu á skipum árið 2010, viðskipti og samningar sem fréttamennirnir vissu ekkert um eða kusu að segja ekki frá. Í bréfi sínu rekur Anfinn að skipin voru með erlent ríkisfang en urðu að vera skráð í Færeyjum. Skipin, sem voru að hluta eða að öllu leyti í eigu fyrirtækja Samherja, voru keypt og síðar seld aftur út til að ná markrílkvóta Færeyja sem hafði verið aukinn úr 85 í 150 þúsund tonn árið 2011. Höfðu Færeyingar hvorki skip né vinnslur til að taka á móti því magni á svo skömmum tíma ef undan er skilið ein vinnsla. Skip varð að vera eign útgerðar til að geta fengið makrílkvóta samkvæmt lögum þar eins og hér og þess vegna var það leyst með kaupum. Að auki var makrílstríð í gangi með löndunarbanni á Færeyinga í erlendum höfnum. Allt þetta útskýrir Anfinn í bréfi sem hann sendir til KVF og er á vef þeirra. Tengil á þetta bréf sendi ég á Fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir útsendingu þáttarins en þeir sáu ekki ástæðu til að nefna það. Spurðu bara hvers vegna hann vildi ekki koma í viðtal. Svarið er að hann vill ekki tala við menn sem vilja ekki hlusta eða menn sem beita blekkingum. Vill það einhver? Engin ástæða til rannsóknar í Færeyjum Margt í þessu máli er erfitt að skilja. Hvers vegna er svona þáttargerð haldið úti þegar vitað er að engin rannsókn er í gangi í Færeyjum eða ástæða til rannsóknar? Allir reikningar, allra fyrirtækja sem þarna um ræðir eru vottaðir af endurskoðendum og yfirfarnir af yfirvöldum og allir reikningar afstemmdir. Einnig hafa allir reikningar Samherja verið rannsakaðir hér heima af Seðlabanka, Sérstökum saksóknara og Skattinum. Því til viðbótar skoðaði Seðlabankinn alla bankareikninga og bókhald kýpversku félaganna, svo og skatturinn. Skatturinn felldi það niður og þann 30. mars 2016 felldi Seðlabankinn líka niður málið vegna kýpversku félaganna. Þetta hefur allt verið skoðað í þaula og að sjálfsögðu yfirfarið af endurskoðendum og ekkert saknæmt komið fram. Ef eitthvað saknæmt hefði þar komið fram hefðu íslensk yfirvöld örugglega látið vini okkar í Færeyjum vita. Við verðum að viðurkenna að það er engin vél í stígvélum. Við átum upp vitleysuna frá Dönum þegar við fyrst fengum „stövler”. Eins virðast íslenskir og færeyskir blaðamenn helst telja sér það til tekna að ræða hvor við annan um meint misferli og glæpi, án þess að hafa neitt í höndunum sem getur kallast sönnun eða staðfesting. Og þannig er verið að níðast á vini mínum Anfinn sem er nú í tröllahöndum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Svanur Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja. Þar mættu margir af honum læra. Að fyrra bragði trúir hann því besta um fólk og telur alla vinna af heilindum, en ef menn sýna annað verður hann reiður. Þegar ég kvaddi Anfinn og Elísabetu konu hans í Tromsö árið 1986 voru þau með seiðaeldi á prjónunum í Færeyjum. Síðar æxluðust mál þannig að þau tóku við útgerð föðurs Anfinns. Hafa þau byggt upp mikið og glæsilegt útgerðarfyrirtæki í Færeyjum af miklum dugnaði og nýtt sér tengingar hér á landi við menn og fyrirtæki sem og annars staðar. Elísabet var við nám hér á landi áður en hún fór til Tromsö. Hafa þau ræktað vel sinn vinskap við Íslendinga. Þau hjón, Elísabet og Anfinn, eru fyrirmyndar fólk sem geisla af góðmennsku og lífsgleði. Eitt sinn man ég eftir að hafa sagt þeim hjónum frá því að Íslendingar gerðu grín að Færeyingum og kölluðu þá tafsara. „Thad er allt í lagi sagði Færeyingurinn, við köllum ykkur jáara. En svo segið þið flugvél og það er í fínu lagi en þið segið líka stígvél, en hvar er vélin?“ Samherjaleikurinn berst til Færeyja Í gær sýndi Ríkisútvarpið færeyskan þátt sem gefið var nafnið Hinir óseðjandi. Hverjir voru óseðjandi og um hvað fjallaði þátturinn er erfitt að segja. Markmiðið var klárt, að láta áhorfendur sitja uppi með þá tilfinningu að eitthvað verulega spillt og rotið sé í rekstri Samherja og Framherja í Færeyjum. Kunnuglegt stef þegar Ríkisútvarpið fjallar um sjávarútveg. Í þessum þætti sáum við mörg myndbrot klippt fram og til baka úr myndasafni Kveiks með undirspili eins og um glæpaþátt væri að ræða. Þarna voru Kveiksmenn, sérskipaðir rannsakendur, að lesa í færslur reikninga sem þeir komumst yfir en vissu greinilega ekki mikið um. Enda höfðu þeir lítið haft fyrir því að kynna sér rekstur fyrirtækjanna eða hvað menn væru að gera þar. Þeir ætluðu sér að finna eitthvað allt annað. Það var einfaldlega verið að leita að lögbroti enda virðast þeir sannfærðir um að útgerðarmenn ástundi glæpi víða um heim eftir að í hendurnar á þeim barst mikið af gögnum sem þeir virðist lítið skilja í. Samskipti byggð á blekkingum Þótti mér þetta allt hið undarlegasta og hafði því samband við Anfinn og spurði hann útí málin. Anfinn sagði mér frá hvernig KVF (Færeyska Kringkastið) blekkti hann og setti upp viðtal sem var ekkert annað en fyrirsát. Fyrir viðtalið, sem hann hafði samþykkt, hafði hann fengið spurningar sem hann svaraði skilmerkilega. En eftir að „viðtalinu“ var lokið og búið var taka af honum hljóðnemann byrjaði óformlegt samtal og myndavélar áfram í gangi sem hann vissi ekkert um. Þetta eru orðin kunnugleg vinnubrögð fréttamanna hér á landi og ekki nema von að forsvarsmenn fyrirtækja séu farnir að neita að mæta í viðtöl hjá sumum miðlum. Anfinn segist ekki vilja tala við menn sem haga sér svona en hann sendi frá sér greinargerð eftir að þættirnir voru sýndir í færeyska sjónvarpinu. Greinargerðina er hægt að finna á vef kvf.fo inn í grein sem heitir „Anfinn Olsen vísir ákærum aftur”. En hvar er vélin? Í bréfi sínu útskýrir Anfinn þau viðskipti sem fréttamenn eru nú að gera tortryggilegt og væri ekki vanþörf á því að þessi greinargerð birtist í íslenskum fjölmiðlum svo að landsmenn geti séð hið rétta í málinu. Það er öllum ljóst að Anfinn og Elísabet eiga 67% Framherja og að auki eiga þau 27% hlut í félaginu Framinvest sem á 33% hlutinn í Framherja. Í þættinum voru sýndar 16 færslur til og frá Framherja og Framinvest sem allar voru vegna kaupa og sölu á skipum árið 2010, viðskipti og samningar sem fréttamennirnir vissu ekkert um eða kusu að segja ekki frá. Í bréfi sínu rekur Anfinn að skipin voru með erlent ríkisfang en urðu að vera skráð í Færeyjum. Skipin, sem voru að hluta eða að öllu leyti í eigu fyrirtækja Samherja, voru keypt og síðar seld aftur út til að ná markrílkvóta Færeyja sem hafði verið aukinn úr 85 í 150 þúsund tonn árið 2011. Höfðu Færeyingar hvorki skip né vinnslur til að taka á móti því magni á svo skömmum tíma ef undan er skilið ein vinnsla. Skip varð að vera eign útgerðar til að geta fengið makrílkvóta samkvæmt lögum þar eins og hér og þess vegna var það leyst með kaupum. Að auki var makrílstríð í gangi með löndunarbanni á Færeyinga í erlendum höfnum. Allt þetta útskýrir Anfinn í bréfi sem hann sendir til KVF og er á vef þeirra. Tengil á þetta bréf sendi ég á Fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir útsendingu þáttarins en þeir sáu ekki ástæðu til að nefna það. Spurðu bara hvers vegna hann vildi ekki koma í viðtal. Svarið er að hann vill ekki tala við menn sem vilja ekki hlusta eða menn sem beita blekkingum. Vill það einhver? Engin ástæða til rannsóknar í Færeyjum Margt í þessu máli er erfitt að skilja. Hvers vegna er svona þáttargerð haldið úti þegar vitað er að engin rannsókn er í gangi í Færeyjum eða ástæða til rannsóknar? Allir reikningar, allra fyrirtækja sem þarna um ræðir eru vottaðir af endurskoðendum og yfirfarnir af yfirvöldum og allir reikningar afstemmdir. Einnig hafa allir reikningar Samherja verið rannsakaðir hér heima af Seðlabanka, Sérstökum saksóknara og Skattinum. Því til viðbótar skoðaði Seðlabankinn alla bankareikninga og bókhald kýpversku félaganna, svo og skatturinn. Skatturinn felldi það niður og þann 30. mars 2016 felldi Seðlabankinn líka niður málið vegna kýpversku félaganna. Þetta hefur allt verið skoðað í þaula og að sjálfsögðu yfirfarið af endurskoðendum og ekkert saknæmt komið fram. Ef eitthvað saknæmt hefði þar komið fram hefðu íslensk yfirvöld örugglega látið vini okkar í Færeyjum vita. Við verðum að viðurkenna að það er engin vél í stígvélum. Við átum upp vitleysuna frá Dönum þegar við fyrst fengum „stövler”. Eins virðast íslenskir og færeyskir blaðamenn helst telja sér það til tekna að ræða hvor við annan um meint misferli og glæpi, án þess að hafa neitt í höndunum sem getur kallast sönnun eða staðfesting. Og þannig er verið að níðast á vini mínum Anfinn sem er nú í tröllahöndum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun