Westbrook hrellti gömlu félagana Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 09:30 Westbrook hefur lengi kunnað vel við sig í Oklahoma. Getty Images/Will Newton Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs. Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira