Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 16:10 Rudy Giuliani var valinn versti aukaleikari þessa árs, fyrir hlutverk sitt í myndinni Borat Subsequent Moviefilm. EPA Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Raspberry kvikmyndahátíðin veitir verðlaun fyrir verstu kvikmyndirnar sem gefnar voru út á liðnu ári, einmitt andstaðan við Óskarsverðlaunahátíðina sem fer fram á morgun. Giuliani fékk verðlaunin fyrir leik sinni í kvikmyndinni Borat Subsequent Moviefilm, sem er gerviheimildamynd (e. mockumentary). Þar bregður leikarinn Sacha Baron Cohen sér í hlutverk Borats en kemur sér í raunverulegar aðstæður með alvöru fólki. Giuliani fór með hlutverk sjálfs síns í einu atriði í myndinni, án þess að vita af því, þar sem dóttir Borats þykist vera fréttamaður og tekur viðtal við Giuliani á hótelherbergi fyrir íhaldssaman fréttamiðil. Að loknu viðtalinu stingur hún upp á því að þau fái sér drykk inni í svefnherberginu sem þau gera. Í atriðinu sést Giuliani, sem er 76 ára gamall, hneppa frá buxunum og stinga hendinni inn á þær áður en Borat brýst inn í herbergið og hrópar: „Hún er fimmtán ára, hún er of gömul fyrir þig!“ Verðlaunin fyrir versta samleikinn hlaut hann ásamt buxnarennilásnum sem hann rennir niður áður en hann stingur hendinni niður. Giuliani varð fyrir miklu aðkasti eftir að myndin kom út, enda virðist hann gera hosur sínar grænar fyrir ungri „fréttakonunni.“ Auk Giuliani sló tónlistarkonan Sia í gegn á hátíðinni, eða kannski ekki, en hún hlaut þrenn verðlaun fyrir kvikmyndina Music sem hún leikstýrði og framleiddi. Kvikmyndin fjallar um einhverfa stelpu, sem talar ekki, en Maddie Ziegler fer með hlutverkið en hún er ekki einhverf. Myndin sópaði sannarlega að sér verðlaunum, fyrir verstu aðalleikkonuna, sem er Kate Hudson, verstu aukaleikkonuna, Maddie Ziegler, og versta leikstjórann. Skoðanir um kvikmyndina virðast hins vegar vera skiptar en hún var tilnefnd til tvennra Golden Globe verðlauna.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Razzie Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira