Segist hafa verið varaður við því að tjá sig um Samherjamálið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 10:47 Bubbi Morthens gagnrýnir Samherja vegna vefþátta sem félagið hefur gefið út um umfjöllun Ríkisútvarpsins um umsvif félagsins í Namibíu. Vísir Bubbi Morthens segir vefþætti útgerðarfélagsins Samherja, þar sem félagið svarar umfjöllun Ríkisútvarpsins um meint brot Samherja, ískaldan áróður þar sem hamast og sparkað sé í íslenska fréttamenn. „Árásir Samherja eru fordæmalausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi. Hann segir það sérstaklega sláandi að þingmenn þjóðarinnar skuli þegja yfir því sem „þeir klárlega heyra og sjá.“ „Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við?“ Deilur Samherja og Ríkisútvarpsins hafa líklega ekki farið fram hjá neinum en eftir umfjöllun Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, um umsvif Samherja og meint brot þeirra í Namibíu sem fór fram í nóvember 2019 hefur Samherji staðið í útgáfu vefþátta um umfjöllun RÚV. Þættirnir vöktu mikla athygli til að byrja með og ljóst var að fyrirtækið hafði varið talsverðu fjármagni í auglýsingu á þeim. Vakti það meðal annars athygli að auglýsing fyrir þættina birtist í YouTube myndböndum, jafnvel myndböndum sem ætluð eru börnum. Þá kærði Samherji ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Aðeins einn hinna kærðu var úrskurðaður brotlegur við siðareglum, hann Helgi Seljan, vegna ummæla hans um Samherja. Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður...Posted by Bubbi Morthens on Saturday, April 24, 2021 „Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… þetta heyrir maður út um allt,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. EF fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.“ Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39 Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Árásir Samherja eru fordæmalausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður kjaftstopp. Það deilir enginn um staðreyndir. En þegar fyrirtækið er afhjúpað þannig að nakinn sannleikurinn blasir við þá eru viðbrögð þess að fara í herferð gegn Helga Seljan fréttamanni,“ skrifar Bubbi í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi. Hann segir það sérstaklega sláandi að þingmenn þjóðarinnar skuli þegja yfir því sem „þeir klárlega heyra og sjá.“ „Er það þetta sem við almenningur viljum? Að það sé ráðist á fréttafólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjónvarpsþættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öllum, börnum jafnt sem fullorðnum,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við?“ Deilur Samherja og Ríkisútvarpsins hafa líklega ekki farið fram hjá neinum en eftir umfjöllun Kveiks, fréttaskýringaþáttar RÚV, um umsvif Samherja og meint brot þeirra í Namibíu sem fór fram í nóvember 2019 hefur Samherji staðið í útgáfu vefþátta um umfjöllun RÚV. Þættirnir vöktu mikla athygli til að byrja með og ljóst var að fyrirtækið hafði varið talsverðu fjármagni í auglýsingu á þeim. Vakti það meðal annars athygli að auglýsing fyrir þættina birtist í YouTube myndböndum, jafnvel myndböndum sem ætluð eru börnum. Þá kærði Samherji ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Aðeins einn hinna kærðu var úrskurðaður brotlegur við siðareglum, hann Helgi Seljan, vegna ummæla hans um Samherja. Árásir Samherja eru fordæmislausar. Fyrirtækið hefur verið staðið að hlutum sem vægast sagt eru þesslegir að fólk verður...Posted by Bubbi Morthens on Saturday, April 24, 2021 „Ég vil líka benda á hvernig áhrif flokka og fyrirtækja teygja sig inní alla króka og kima samfélagsins. Fólk hefur ítrekað sagt við mig: Ekki tjá þig um mál Helga, það getur skemmt fyrir þér. Ekki tjá þig um mál Jóns Ásgeirs sem var þar til nýlega fyrir dómstólum í 16 ár vegna óvildar DO og áhrifa hans inní kerfið. Það getur skemmt fyrir þér… þetta heyrir maður út um allt,“ skrifar Bubbi. „Hvers konar samfélag viljum við? Þingmenn horfa annað þegar aðför Samherja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Samherji sem grænt ljós yfir siðferðisþröskuldinn. EF fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleiðingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýðræðis og tómið blasir við.“
Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Tengdar fréttir „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39 Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10
Helgi Seljan segir Sigrúnu Stefánsdóttur bullandi vanhæfa Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á umdeildum dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa þverbrotið siðareglur stofnunarinnar. 15. apríl 2021 14:39
Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. 13. apríl 2021 21:01