„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 15:59 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni. Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Auður ræddi loftslagsmálin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýlega greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti frá nýrri áætlun ríkisstjórnar sinnar í loftslagsmálum, áætlun sem óhætt er að segja að sé mun metnaðarfyllri í samanburði við áherslur forvera hans í embætti. „Mér finnst þetta bara stórmerkilegt. Við erum búin að horfa á Bandaríkjaforseta eftir Bandaríkjaforseta, þó að Obama hafi verið ágætur, þá erum við búin að horfa upp á marga Bandaríkjaforseta bara sópa þessu bara út af borðinu og segja bara „já já, þetta er fallegt.“ En þetta eru virkilega stórar yfirlýsingar og það sem að Biden sagði er að þeir ætli að draga úr 50% miðað við 1990, þeir eru ekki að tala um að reyna að skreyta sig með einhverju, eins og Japanir sem segja að þeir ætla að draga niður um 46% miðað við 2013,“ segir Auður. „Það er ekki verið að reyna að fegra þetta á neinn hátt sem er lofandi og það er mjög sjaldan sem ég hef séð einhvern pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, eða það er mjög sjaldan sem að maður hefur séð pólitíkus vera með loforð í umhverfismálum, punktur. En að gera loforð í umhverfismálum fyrir kosningar og síðan bara þremur dögum eftir að þú tekur við embætti, eins og Biden gerir, þá lætur hann til skarar skríða. Og hann hefur virkilega tekið fast á þessu og virkilega sýnt að honum virkilega er alvara í loftslagsmálum,“ segir Auður. Hún kveðst bjartsýn á að stefnan sé á leið í rétta átt í Bandaríkjunum þótt enn megi gera betur. Í alþjóðlegu samhengi segir Auður að vestrænar þjóðir verði að gera sér betur grein fyrir stöðunni og ekki sé hægt að ætlast til þess að samdráttur losunnar sé jafnhraður í þróunarríkjum. „Þessi losun sem að við getum leyft okkur á næstu tíu árum hún verður að fá að vera öll hjá þróunarríkjum, hún getur ekki verið öll hjá okkur. Og íslensk stjórnvöld til dæmis, þau hafa engan skilning á þessu. Þau bara ætla sér að halda nokkurn veginn áfram eins og við höfum alltaf gert,“ segir Auður. Hún kveðst ekki vera ósátt með þau markmið sem ríkisstjórnin hafi lagt upp með í loftslagsmálum, aftur á móti séu aðgerðirnar ekki sannfærandi. „Hvorki aðgerðaáætlunin né þær raunverulegu aðgerðir sem hefur verið gripið til. Það er mjög gott að byggja upp hleðslustöðvar og fella niður virðisauka á rafmagnsbílum og rafhjólum, þetta eru mjög jákvæðar aðgerðir. En það vantar algjörlega aðgerðir á hinn endann, sem sagt sem að draga virkilega úr losun. Það vantar kolefnisgjald, það vantar takmarkanir á þessa mengunarvalda,“ segir Auður.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira