Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt vill losna úr fangelsi fyrir að skjóta nágranna sinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 14:26 Saksóknarar segja það litlu breyta þó Guyger hafi farið hæðavillt. Það breyti því ekki að Botham Jean sé dáinn. Getty/AP Lögmaður lögreglukonunnar fyrrverandi Amber Guyger munu í dag færa rök fyrir því að snúa eigi við sakfellingu hennar fyrir morð. Hún skaut nágranna sinn í Dallas í Texas til bana árið 2018 eftir að hún fór fyrir mistök inn í íbúð hans en ekki sína. Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Guyger var sakfelld fyrir morð árið 2018 og dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið Botham Jean til bana. Hún var að koma af vakt og sá að hurð á íbúð sem hún hélt að væri hennar eigin var opin. Hið rétta er að hún var á vitlausri hæð og íbúð hennar var einni hæð neðar. Hún gekk inn í íbúðina, sá þar Jean og skaut hann til bana. Þá sagðist hún í kjölfarið hafa talið að Jean væri innbrotsþjófur. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jean hafi verið að borða ís þegar Guyger gekk inn í íbúð hans og skaut hann til bana. Jean var þeldökkur. Hann var 26 ára gamall og vann sem endurskoðandi. Þessi atburðarás liggur fyrir og Guyger viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Jean. Áfrýjun hennar veltur þó í grófum dráttum á því að það hafi verið slys að hún hefði farið hæðavillt og þar sem hún hafi talið Jean vera í sinni íbúð væri ekki rétt að dæma hana fyrir morð. Lögmaður Guyger vill að dómurinn verði felldur niður eða breytt á þann veg að refsing verði stytt. Í skjölum frá saksóknurum segir að það að Guyger hafi farið hæðavillt geri hana ekki ósakhæfa og breyti ekki því að hún hafi skotið Jean til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Verjendur lögreglukonunnar byggðu meðal annars á neyðarrétti konunnar vegna þess að hún taldi sig vera í sinni eigin íbúð þegar hún skaut húsráðanda til bana. 1. október 2019 17:41
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46