Bein útsending: Drónar fljúga yfir gosinu í alla nótt Tinni Sveinsson skrifar 27. apríl 2021 16:35 Drónarnir njóta sín við gosstöðvarnar í kvöld og nótt. Ari Magg Hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi úr drónum frá gosstöðvum við Fagradalsfjall í allt kvöld og nótt. Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns. Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Að jafnaði verða fimm til sex drónar á lofti í einu til þess að fanga hið sí- og margbreytilega landslag gosstöðvanna á sem bestan hátt. Útsendingin hefst klukkan 18. Hún er unnin í samstarfi við Björn Steinbekk og framleiðslufyrirtækið Skjáskot og er ein sú flóknasta sem ráðist hefur verið í í íslenskum óbyggðum. Einnig verður hægt að horfa á hana á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Ofurtungl í kvöld Búast má við miklu sjónarspili þar sem hægt verður að fylgjast með degi líða að kvöldi, nóttina taka völdin og sólina rísa í fyrramálið. Samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands er orðið almyrkt um hálf ellefu í kvöld. Birta tekur síðan upp úr klukkan fjögur í fyrramálið og sólris er kortér yfir fimm. Þá er einnig ofurtungl í kvöld, en það kallast fullt tungl sem fer eins nálægt jörðu og leið tunglsins liggur. Hægt að styrkja Landsbjörg Á meðan á útsendingu stendur verður haldin söfnun til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sem hefur borið hitann og þungan af því að tryggja öryggi forvitinna vegfarenda frá því eldgosið hófst fyrir mánuði síðan. Hægt er að styrkja Landsbjörg með því að hringja í númerið 905-5900. Hraunið rennur í Meradali.Björn Steinbekk Fjórtán klukkustundir Stefnt er á að vera í loftinu þar til klukkan átta í fyrramálið eða í fjórtán klukkustundir alls. Breytingin á landslaginu í kringum gosið verður sýnd með myndefni sem Björn hefur tekið upp frá upphafi gossins fram til dagsins í dag. Íslenskri tónlist verður gert hátt undir höfði. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er aðgengileg á kerfum Vodafone og Símans. Einnig verður verður ensk útgáfa af útsendingunni sýnd á YouTube-rás Björns.
Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Drónað í beinni Björn Steinbekk og Vísir taka höndum saman um beina útsendingu frá gosinu í Geldingadölum. 16. apríl 2021 16:26