Menntakerfi framtíðarinnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 28. apríl 2021 09:01 Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun