Menntakerfi framtíðarinnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 28. apríl 2021 09:01 Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun