Loftslagsbreytingar og vinnumarkaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. apríl 2021 10:31 Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Það eru fyrst og fremst þeir sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem eru tregir til að gera nauðsynlegar breytingar. Þetta er skiljanlegt, en þó skammsýnt viðhorf. Kostnaður vegna hamfarahlýnuar er til lengdar miklu meiri en við nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir hana og þann kostnað munum við öll bera. Nauðsynlegar aðgerðir geta einnig valdið óvissu fyrir venjulegt fólk, meðal annars vegna breyttra atvinnuhátta og þar með breytinga á störfum. Þetta veldur skiljanlega ótta og jafnvel andstöðu við breytingarnar. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast með sanngirni að leiðarljósi. Loftslagsmálin eru því bæði tæknilegt og félagslegt viðfangsefni. Verkalýðshreyfingin verður að sitja við borðið BSRB, ASÍ og BHM gáfu nýlega út skýrslu um verkalýðshreyfinguna og loftslagsmálin. Þar lýsum við yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en áréttum að þeim verði að ná á forsendum réttlátra umskipta. Réttlát umskipti fela í sér að við hámörkum áhrif loftslagsaðgerða til að ná kolefnishlutleysi en tryggjum um leið sanngjarna dreifingu kostnaðar og ávinnings. Áhersla er á sköpun grænna og góðra starfa sem eru launuð með sanngjörnum hætti, veita vinnumarkaðstengd réttindi og að tryggja starfsfólki áhrif á starfsaðstæður sínar. Grænar fjárfestingar þarf því að meta út frá áhrifum á fjölda og gæði starfa ekki síður en fyrirtæki. Gera þarf fólki kleift að efla þekkingu sína og færni fyrir ný eða breytt störf með sí- og endurmenntun og tryggja afkomu milli starfa. Í réttlátum umskiptum felst að verkalýðshreyfingin taki þátt í stefnumótun og útfærslu loftslagsaðgerða sem hafa munu áhrif á hag og aðstæður launafólks og almennings. Ný störf skapast vegna loftslagsaðgerða Þegar gerðar eru breytingar til að koma á kolefnishlutleysi er óhjákvæmilegt að sum störf muni breytast eða jafnvel hverfa, en önnur verða til á móti. Á sumardaginn fyrsta kynnti Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, að þau ætluðu að opna móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvíoxíð í Straumsvík. Þetta eru frábærar fréttir og sýna að hugvit og tækniframfarir skipta sköpum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilraunaborarnir hefjast á næsta ári og starfsemin á að hefjast árið 2025. Þetta metnaðarfulla verkefni er gott dæmi um hvernig loftslagsaðgerðir geta skapað ný störf en reiknað er með að 600 bein og afleidd störf skapist við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar. Losun frá íslenska hagkerfinu Hér á landi hefur ekki verið gerð greining á áhrifum loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn. Í töflunni eru upplýsingar Hagstofu Íslands úr bókahaldi um losun frá hagkerfinu (AEA) skoðaðar í samhengi við upplýsingar úr þjóðhagsreikningum og staðgreiðsluskrám til að sjá hvaða atvinnugreinar losa mest, hlutdeild þeirra í landsframleiðslu og fjölda starfandi í hverri grein. Hlutdeild atvinnugreina í losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands (AEA bókhald), landsframleiðslu og hlutfall af heildarfjölda starfandi árið 2019. Heimild: Hagstofa Íslands. Þær fjórar atvinnugreinar sem valda um 75% af losun íslenska hagkerfisins, leggja um 12% til landsframleiðslunnar og um 10% af starfandi vinna í þessum greinum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þrjár þessara greina, flutningar með flugi, framleiðsla málma og sjávarútvegur eru burðargreinar þegar kemur að því að skapa útflutningsverðmæti og hafa mikil áhrif á afkomu í öðrum atvinnugreinum landsins. Það er því mikið í húfi að þessar greinar nái að draga úr losun án þess að það dragi úr framleiðsluvirði þeirra. Til þess þarf miklu markvissari aðgerðir, fjárfestingu og starfsfólk sem getur tekist á við breytingar innan greinanna. Rétt er að taka fram að flug heyrir undir alþjóðlegt kerfi flugsins um samdrátt í losun og málmframleiðsla undir Evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir. Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur Verkalýðshreyfingin beitir sér fyrir réttlátum umskiptum í opinberri umræðu en fyrst og fremst með samtali við stjórnvöld. Stjórnvöld verða að taka stuðningi okkar og áherslum á réttlát umskipti fagnandi til að verja hagsmuni almennings og skapa um leið betri sátt um þær lífsnauðsynlegu og umfangsmiklu breytingar sem við verðum að ráðast í á næstu árum. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Loftslagsmál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar. Það eru fyrst og fremst þeir sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem eru tregir til að gera nauðsynlegar breytingar. Þetta er skiljanlegt, en þó skammsýnt viðhorf. Kostnaður vegna hamfarahlýnuar er til lengdar miklu meiri en við nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir hana og þann kostnað munum við öll bera. Nauðsynlegar aðgerðir geta einnig valdið óvissu fyrir venjulegt fólk, meðal annars vegna breyttra atvinnuhátta og þar með breytinga á störfum. Þetta veldur skiljanlega ótta og jafnvel andstöðu við breytingarnar. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast með sanngirni að leiðarljósi. Loftslagsmálin eru því bæði tæknilegt og félagslegt viðfangsefni. Verkalýðshreyfingin verður að sitja við borðið BSRB, ASÍ og BHM gáfu nýlega út skýrslu um verkalýðshreyfinguna og loftslagsmálin. Þar lýsum við yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en áréttum að þeim verði að ná á forsendum réttlátra umskipta. Réttlát umskipti fela í sér að við hámörkum áhrif loftslagsaðgerða til að ná kolefnishlutleysi en tryggjum um leið sanngjarna dreifingu kostnaðar og ávinnings. Áhersla er á sköpun grænna og góðra starfa sem eru launuð með sanngjörnum hætti, veita vinnumarkaðstengd réttindi og að tryggja starfsfólki áhrif á starfsaðstæður sínar. Grænar fjárfestingar þarf því að meta út frá áhrifum á fjölda og gæði starfa ekki síður en fyrirtæki. Gera þarf fólki kleift að efla þekkingu sína og færni fyrir ný eða breytt störf með sí- og endurmenntun og tryggja afkomu milli starfa. Í réttlátum umskiptum felst að verkalýðshreyfingin taki þátt í stefnumótun og útfærslu loftslagsaðgerða sem hafa munu áhrif á hag og aðstæður launafólks og almennings. Ný störf skapast vegna loftslagsaðgerða Þegar gerðar eru breytingar til að koma á kolefnishlutleysi er óhjákvæmilegt að sum störf muni breytast eða jafnvel hverfa, en önnur verða til á móti. Á sumardaginn fyrsta kynnti Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, að þau ætluðu að opna móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvíoxíð í Straumsvík. Þetta eru frábærar fréttir og sýna að hugvit og tækniframfarir skipta sköpum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tilraunaborarnir hefjast á næsta ári og starfsemin á að hefjast árið 2025. Þetta metnaðarfulla verkefni er gott dæmi um hvernig loftslagsaðgerðir geta skapað ný störf en reiknað er með að 600 bein og afleidd störf skapist við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar. Losun frá íslenska hagkerfinu Hér á landi hefur ekki verið gerð greining á áhrifum loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn. Í töflunni eru upplýsingar Hagstofu Íslands úr bókahaldi um losun frá hagkerfinu (AEA) skoðaðar í samhengi við upplýsingar úr þjóðhagsreikningum og staðgreiðsluskrám til að sjá hvaða atvinnugreinar losa mest, hlutdeild þeirra í landsframleiðslu og fjölda starfandi í hverri grein. Hlutdeild atvinnugreina í losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands (AEA bókhald), landsframleiðslu og hlutfall af heildarfjölda starfandi árið 2019. Heimild: Hagstofa Íslands. Þær fjórar atvinnugreinar sem valda um 75% af losun íslenska hagkerfisins, leggja um 12% til landsframleiðslunnar og um 10% af starfandi vinna í þessum greinum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þrjár þessara greina, flutningar með flugi, framleiðsla málma og sjávarútvegur eru burðargreinar þegar kemur að því að skapa útflutningsverðmæti og hafa mikil áhrif á afkomu í öðrum atvinnugreinum landsins. Það er því mikið í húfi að þessar greinar nái að draga úr losun án þess að það dragi úr framleiðsluvirði þeirra. Til þess þarf miklu markvissari aðgerðir, fjárfestingu og starfsfólk sem getur tekist á við breytingar innan greinanna. Rétt er að taka fram að flug heyrir undir alþjóðlegt kerfi flugsins um samdrátt í losun og málmframleiðsla undir Evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir. Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur Verkalýðshreyfingin beitir sér fyrir réttlátum umskiptum í opinberri umræðu en fyrst og fremst með samtali við stjórnvöld. Stjórnvöld verða að taka stuðningi okkar og áherslum á réttlát umskipti fagnandi til að verja hagsmuni almennings og skapa um leið betri sátt um þær lífsnauðsynlegu og umfangsmiklu breytingar sem við verðum að ráðast í á næstu árum. Höfundur er hagfræðingur BSRB.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun