Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 18:18 Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu. Hann áfrýjaði dómi sem hann hlaut fyrir meiðyrði í garð uppgjafarhermanns í febrúar. Dómari hafnaði áfrýjuninni. AP/Svæðisdómstóll Bubiskinskí Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57