Patriots völdu leikstjórnanda í fyrstu umferð í fyrsta sinn í þjálfaratíð Belichick Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 14:00 Mac Jones brosti út að eyrum eftir að New England Patriots valdi hann í nótt. AP/Tony Dejak Bill Belichick er búinn að finna sér nýjan Tom Brady og sá heitir Mac Jones og kemur úr Alabama skólanum. Nýliðaval NFL-deildarinnar fór af stað í nótt en þá fór fyrsta umferð þess fram. Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021 NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira