Listamenn telja bæjarstjóra Hafnarfjarðar beita ritskoðun með því að fjarlægja listaverk tengt stjórnarskránni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:22 Hér má sjá listaverk Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro á vegg Hafnarborgar áður en það var fjarlægt. Listamenn segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar hafa gerst seka um ritskoðun þegar verk sem tengist nýju stjórnarskránni var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í gær. Bæjarstjóri segir tilskilin leyfi ekki hafa verið fyrir hendi. Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“ Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“
Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira