Átta FH-ingar inn á áður en þeir skoruðu jöfnunarmarkið gegn Stjörnumönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:00 Á myndinni sjást sjö FH-ingar. Ekki sést í Phil Döhler sem var í marki FH. stöð 2 sport Of margir leikmenn FH voru inni á vellinum fyrir lokasóknina gegn Stjörnunni í Olís-deild karla á föstudaginn. Einar Örn Sindrason tryggði FH-ingum jafntefli, 30-30, með flautumarki. Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita