Það sem Inga Lind kýs að láta liggja á milli hluta Eiður Ragnarsson skrifar 3. maí 2021 16:00 Sitt sýnist hverjum um fiskeldi, eða laxeldi í sjó, nánar tiltekið. Vel má finna rök með og á móti þessari starfsemi rétt eins og nánast allri starfsemi og umsvifum mannskepnurnar. Inga Lind Karlsdóttir tæpir á ýmsu sem hún telur að betur mætti fara í grein á Vísi þann 23. Apríl síðastliðinn. En margt er í þessari ágætu blaðagrein sem er í besta falli misskilningur eða í versta falli algjörar rangfærslur greinarhöfundar. Atvinnusköpun Greinarhöfundi er það hugleikið hversu mikið störfum í fiskeldi hefur fækkað í Noregi og tengir það að sjálfsögðu við íslenskt laxeldi og að það sé ekki á vísan að róa með atvinnu í þessum iðnaði. Það er hárrétt að störfum hefur fækkað í laxeldi á hvert framleitt tonn, frá því sem áður var, og þeim mun fækka eða í það minnsta eðli starfa mun breytast með aukinni framþróun og tækni. Öll fyrirtæki í framleiðslu reyna að halda fjölda starfa niðri með framþróun og tæknivæðingu, sama í hvaða geira þau starfa. Þetta þýðir líka að tæknistörf sem krefjast menntunar verða fleiri sem er jú talið æskilegt. En staðreyndin er samt sú að það mun í fyrirsjáanlegri framtíð vera þörf fyrir umtalsvert vinnuafl tengt þessum atvinnuvegi. Greinarhöfundi var tíðrætt um Fiskeldi Austfjarða í sinni grein og hafði að því er virðist lítið dálæti á því fyrirtæki og þess starfsemi. Hjá Fiskeldi Austfjarða starfa í dag 21 einstaklingur bara hér á Djúpavogi, 8 störf eru vegna eldis í Fáskrúðsfirði og þar er fyrirsjáanleg fjölgun. Þá eru ótalinn störf í Reykjavík og hjá dótturfyrirtæki Fiskeldisins í Rifós og á Kópaskeri. Ef við beitum hinni alræmdu íslensku höfðatölureglu, þá eru þessi 24 störf hér á Djúpavogi, jafngildi um 6.000 stafa á höfuðborgarsvæðinu sem þætti nokkuð góður biti fyrir landið allt. En það er kannski ekki sanngjarn samanburður, en það gefur ágæta mynd af því hversu mikil áhrif þessi starfsemi hefur fyrir byggðarlagið. Í þessum tölum eru ekki þau störf sem tengjast laxaslátrun eða vegna brunnbáta sem sinna slátruninni, en hjá Búlandstindi á Djúpavogi sem sér um laxaslátrun fyrir þau tvö fyrirtæki sem hér eru í eldi, vinna um 45 manns bara við laxaslátrun. Enginn af erlendu bergi brotinn vinnur að staðaldri hjá Fiskeldi Austfjarða hér á Djúpavogi og laun eru fullkomlega samkeppnishæf við það sem best þekkist hér í kringum okkur og eru laun þar vel yfir meðalheildartekjum á Íslandi. Vissulega eru erlendir starfskraftar í vinnu við slátrunina, en við skulum gera greinamun á farandverkafólki og fólki sem hér á fasteignir, er hér með sínar fjölskyldur og eru virkir þátttakendur í samfélaginu, en þessi hópur fjölskyldufólks sem er hér með fasta búsetu er í miklum meirihluta starfsmanna Búlandstinds. Meint fækkun starfa Fyrirsjáanleg fækkun er lítil sem engin, enda laxeldið í vexti, en eflaust er það rétt að störfum mun ekki fjölga í takt við fjölgun tonna, en það er jú væntanlega markmið flestra framleiðanda, að framleiða meira með jafnmörgum störfum. Nokkuð ljóst er samt að hér mun en fjölga, enda uppi áform um aukna uppbyggingu tengda laxeldinu, m.a. umbúðaverksmiðju sem mun bæta við 6-10 störfum þegar fullum afköstum mun verða náð. Verðmætasköpun Er mikil, Njáll trausti (Fréttablaðið 14 apríl) fer ágætlega yfir það í sinni grein, sem Inga er jú að gagnrýna. Nefndar eru tekjur af veiðihlunnindum laxveiðiáa í þessu samhengi. Ég ætla ekki að rengja þessar tölur, að 34% af launakostnaði og hagnaði í landbúnaði á Austurlandi, komi frá þessum veiðihlunnindum, en nú spyr ég eins og Inga Lind, hver á þessi hlunnindi og hvert fara tekjurnar, verða þær eftir í héraði eða hverfa þær eitthvað annað? Hver er raunveruleg innkoma og hverjir eru raunverulegir eigendur? Það er einmitt minnst á það í greininni að það sé óæskileg þróun, hversu stóra hlut „erlendir laxeldisrisar“ eiga í fiskeldinu, ég hefði talið að eignarhald áa væri undir sama hatt sett. Og „fiskeldisrisi“ er orðum aukið, sá aðili sem á stærstan hluta í fiskeldi Austfjarða, um 55%, er með leyfi fyrir liðlega 7.000 tonnum við Noregsstrendur og telst því varla risi á þessu sviði, fyrirtækið hefur hins vegar verið með töluverð umsvif í fiskveiðum og flutningum og telst stórt á íslenskan mælikvarða. Gjaldeyristekjur eru umtalsverðar og innstreymi fjármagns hefur verið töluvert í þeim uppbyggingarfasa sem átt hefur sér stað undanfarin misseri og auðvitað mun fé leita til baka aftur til þeirra sem leggja starfsemi til tæki búnað og fjármagn, en það er löggjafans að ná utan um slíkar greiðslur milli tengdra aðila og tryggja að ekki sé þar pottur brotinn eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina í annarri atvinnustarfsemi. Fasteignaverð nefnir greinarhöfundur einnig, en hæglega er hægt að fletta því upp hversu mikið fasteignaverð hér á Djúpavogi hefur hækkað á síðustu 5 árum og hér eru í bígerð bygging a.m.k. 9 íbúða sem er meira en síðustu 20 ár samanlagt, eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi fyrir 15 árum síðan. Þess má geta að fermetraverð á Djúpavogi samkvæmt þinglýstum samningum er það fjórða hæsta á Austurlandi öllu, talið frá Bakkafirði til Hafnar í Hornafirði, þrátt fyrir kvíar í firðinum og útsýni úr byggðinni yfir þær. Hér hefur fasteignaverð því hækkað umtalsvert með tilkomu laxeldis, á stað þar sem hægt var að kaupa einbýlishús á svipuðu verði og Reykvíkingar þurfa að borga fyrir lóð, fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Skammtímagróði fárra Það er alveg rétt hjá Ingu, að þó nokkrir hafa hagnast vel af því að selja sinn hlut til annarra aðila, og það er vel gagnrýnivert hvernig sú þróun hefur verið, en eins og ég sagði í upphafi þá er engin atvinnugrein yfir gagnrýni hafinn, ekki þessi frekar en önnur og mætti í mínum huga vel endurskoða bæði hvernig leyfum er úthlutað og með hvaða hætti þau eru framseld, en það breytir ekki þeirri staðreynd, hversu mikil og góð áhrif þessi starfsemi hefur nú þegar haft á mitt byggðarlag til hins betra. Fiskeldi á Íslandi greiðir af sínum afla í fiskeldissjóð umtalsverðar upphæðir á ári, en fiskeldi á Íslandi greiðir um 20 krónur á hvert framleitt kíló í þennan sjóð, einnig eru aflagjöld greidd í hafnarsjóð, liðlega 300 kr. á hvert landað kíló, og er því um talsverðar upphæðir að ræða. Um upphæðirnar má auðvitað deila en það er þó ekki rétt að ekkert sé greitt í sameiginlega sjóði. Þetta mætti vera hærra, og eflaust vill fiskeldið borga minna, en það er þó tekið gjald af nýtingu auðlindarinnar öfugt við það sem haldið hefur verið fram, en í Noregi er greitt umtalsvert minna af framleiddu tonni, eða í kringum 6 krónur. Munur er þó á þegar að úthlutun kemur, í Noregi greiða fyrirtækin fyrir leyfin í upphafi og eru þau til eignar, en hér er leyfum úthlutað frítt tímabundið. Að lokum Engin atvinnugrein er hafin yfir gagnrýni og alltaf er hægt að gera betur, sama í hvaða geira menn starfa. Fiskeldi hefur magvísleg áhrif, en við sjáum það sem hér búum hversu mikil jákvæð áhrif fiskeldið hefur haft á samfélagið allt. Skuggahliðar eru vissulega til staðar, en sé rétt að hlutunum staðið þá eru þær minniháttar. T.d. má nefna að fiskeldið hér í Berufirði (þar sem ég þekki best til) hefur staðið sig vel hvað varðar lágmörkun á umhverfisáhrifum, hér eru ekki notuð kemísk efni vegna lúsar eða önnur lyf, og Fiskeldi Austfjarða er með alþjóðlega vottun um gæði og lágmarks umhverfisáhrif og svo mætti lengi telja. Það er því mikilvægt í allri gagnrýnni umræðu að rétt sé farið með, öllum til heilla. Góðar stundir. Greinarhöfundur er íbúi og ferðaþjónustubóndi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um fiskeldi, eða laxeldi í sjó, nánar tiltekið. Vel má finna rök með og á móti þessari starfsemi rétt eins og nánast allri starfsemi og umsvifum mannskepnurnar. Inga Lind Karlsdóttir tæpir á ýmsu sem hún telur að betur mætti fara í grein á Vísi þann 23. Apríl síðastliðinn. En margt er í þessari ágætu blaðagrein sem er í besta falli misskilningur eða í versta falli algjörar rangfærslur greinarhöfundar. Atvinnusköpun Greinarhöfundi er það hugleikið hversu mikið störfum í fiskeldi hefur fækkað í Noregi og tengir það að sjálfsögðu við íslenskt laxeldi og að það sé ekki á vísan að róa með atvinnu í þessum iðnaði. Það er hárrétt að störfum hefur fækkað í laxeldi á hvert framleitt tonn, frá því sem áður var, og þeim mun fækka eða í það minnsta eðli starfa mun breytast með aukinni framþróun og tækni. Öll fyrirtæki í framleiðslu reyna að halda fjölda starfa niðri með framþróun og tæknivæðingu, sama í hvaða geira þau starfa. Þetta þýðir líka að tæknistörf sem krefjast menntunar verða fleiri sem er jú talið æskilegt. En staðreyndin er samt sú að það mun í fyrirsjáanlegri framtíð vera þörf fyrir umtalsvert vinnuafl tengt þessum atvinnuvegi. Greinarhöfundi var tíðrætt um Fiskeldi Austfjarða í sinni grein og hafði að því er virðist lítið dálæti á því fyrirtæki og þess starfsemi. Hjá Fiskeldi Austfjarða starfa í dag 21 einstaklingur bara hér á Djúpavogi, 8 störf eru vegna eldis í Fáskrúðsfirði og þar er fyrirsjáanleg fjölgun. Þá eru ótalinn störf í Reykjavík og hjá dótturfyrirtæki Fiskeldisins í Rifós og á Kópaskeri. Ef við beitum hinni alræmdu íslensku höfðatölureglu, þá eru þessi 24 störf hér á Djúpavogi, jafngildi um 6.000 stafa á höfuðborgarsvæðinu sem þætti nokkuð góður biti fyrir landið allt. En það er kannski ekki sanngjarn samanburður, en það gefur ágæta mynd af því hversu mikil áhrif þessi starfsemi hefur fyrir byggðarlagið. Í þessum tölum eru ekki þau störf sem tengjast laxaslátrun eða vegna brunnbáta sem sinna slátruninni, en hjá Búlandstindi á Djúpavogi sem sér um laxaslátrun fyrir þau tvö fyrirtæki sem hér eru í eldi, vinna um 45 manns bara við laxaslátrun. Enginn af erlendu bergi brotinn vinnur að staðaldri hjá Fiskeldi Austfjarða hér á Djúpavogi og laun eru fullkomlega samkeppnishæf við það sem best þekkist hér í kringum okkur og eru laun þar vel yfir meðalheildartekjum á Íslandi. Vissulega eru erlendir starfskraftar í vinnu við slátrunina, en við skulum gera greinamun á farandverkafólki og fólki sem hér á fasteignir, er hér með sínar fjölskyldur og eru virkir þátttakendur í samfélaginu, en þessi hópur fjölskyldufólks sem er hér með fasta búsetu er í miklum meirihluta starfsmanna Búlandstinds. Meint fækkun starfa Fyrirsjáanleg fækkun er lítil sem engin, enda laxeldið í vexti, en eflaust er það rétt að störfum mun ekki fjölga í takt við fjölgun tonna, en það er jú væntanlega markmið flestra framleiðanda, að framleiða meira með jafnmörgum störfum. Nokkuð ljóst er samt að hér mun en fjölga, enda uppi áform um aukna uppbyggingu tengda laxeldinu, m.a. umbúðaverksmiðju sem mun bæta við 6-10 störfum þegar fullum afköstum mun verða náð. Verðmætasköpun Er mikil, Njáll trausti (Fréttablaðið 14 apríl) fer ágætlega yfir það í sinni grein, sem Inga er jú að gagnrýna. Nefndar eru tekjur af veiðihlunnindum laxveiðiáa í þessu samhengi. Ég ætla ekki að rengja þessar tölur, að 34% af launakostnaði og hagnaði í landbúnaði á Austurlandi, komi frá þessum veiðihlunnindum, en nú spyr ég eins og Inga Lind, hver á þessi hlunnindi og hvert fara tekjurnar, verða þær eftir í héraði eða hverfa þær eitthvað annað? Hver er raunveruleg innkoma og hverjir eru raunverulegir eigendur? Það er einmitt minnst á það í greininni að það sé óæskileg þróun, hversu stóra hlut „erlendir laxeldisrisar“ eiga í fiskeldinu, ég hefði talið að eignarhald áa væri undir sama hatt sett. Og „fiskeldisrisi“ er orðum aukið, sá aðili sem á stærstan hluta í fiskeldi Austfjarða, um 55%, er með leyfi fyrir liðlega 7.000 tonnum við Noregsstrendur og telst því varla risi á þessu sviði, fyrirtækið hefur hins vegar verið með töluverð umsvif í fiskveiðum og flutningum og telst stórt á íslenskan mælikvarða. Gjaldeyristekjur eru umtalsverðar og innstreymi fjármagns hefur verið töluvert í þeim uppbyggingarfasa sem átt hefur sér stað undanfarin misseri og auðvitað mun fé leita til baka aftur til þeirra sem leggja starfsemi til tæki búnað og fjármagn, en það er löggjafans að ná utan um slíkar greiðslur milli tengdra aðila og tryggja að ekki sé þar pottur brotinn eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina í annarri atvinnustarfsemi. Fasteignaverð nefnir greinarhöfundur einnig, en hæglega er hægt að fletta því upp hversu mikið fasteignaverð hér á Djúpavogi hefur hækkað á síðustu 5 árum og hér eru í bígerð bygging a.m.k. 9 íbúða sem er meira en síðustu 20 ár samanlagt, eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi fyrir 15 árum síðan. Þess má geta að fermetraverð á Djúpavogi samkvæmt þinglýstum samningum er það fjórða hæsta á Austurlandi öllu, talið frá Bakkafirði til Hafnar í Hornafirði, þrátt fyrir kvíar í firðinum og útsýni úr byggðinni yfir þær. Hér hefur fasteignaverð því hækkað umtalsvert með tilkomu laxeldis, á stað þar sem hægt var að kaupa einbýlishús á svipuðu verði og Reykvíkingar þurfa að borga fyrir lóð, fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Skammtímagróði fárra Það er alveg rétt hjá Ingu, að þó nokkrir hafa hagnast vel af því að selja sinn hlut til annarra aðila, og það er vel gagnrýnivert hvernig sú þróun hefur verið, en eins og ég sagði í upphafi þá er engin atvinnugrein yfir gagnrýni hafinn, ekki þessi frekar en önnur og mætti í mínum huga vel endurskoða bæði hvernig leyfum er úthlutað og með hvaða hætti þau eru framseld, en það breytir ekki þeirri staðreynd, hversu mikil og góð áhrif þessi starfsemi hefur nú þegar haft á mitt byggðarlag til hins betra. Fiskeldi á Íslandi greiðir af sínum afla í fiskeldissjóð umtalsverðar upphæðir á ári, en fiskeldi á Íslandi greiðir um 20 krónur á hvert framleitt kíló í þennan sjóð, einnig eru aflagjöld greidd í hafnarsjóð, liðlega 300 kr. á hvert landað kíló, og er því um talsverðar upphæðir að ræða. Um upphæðirnar má auðvitað deila en það er þó ekki rétt að ekkert sé greitt í sameiginlega sjóði. Þetta mætti vera hærra, og eflaust vill fiskeldið borga minna, en það er þó tekið gjald af nýtingu auðlindarinnar öfugt við það sem haldið hefur verið fram, en í Noregi er greitt umtalsvert minna af framleiddu tonni, eða í kringum 6 krónur. Munur er þó á þegar að úthlutun kemur, í Noregi greiða fyrirtækin fyrir leyfin í upphafi og eru þau til eignar, en hér er leyfum úthlutað frítt tímabundið. Að lokum Engin atvinnugrein er hafin yfir gagnrýni og alltaf er hægt að gera betur, sama í hvaða geira menn starfa. Fiskeldi hefur magvísleg áhrif, en við sjáum það sem hér búum hversu mikil jákvæð áhrif fiskeldið hefur haft á samfélagið allt. Skuggahliðar eru vissulega til staðar, en sé rétt að hlutunum staðið þá eru þær minniháttar. T.d. má nefna að fiskeldið hér í Berufirði (þar sem ég þekki best til) hefur staðið sig vel hvað varðar lágmörkun á umhverfisáhrifum, hér eru ekki notuð kemísk efni vegna lúsar eða önnur lyf, og Fiskeldi Austfjarða er með alþjóðlega vottun um gæði og lágmarks umhverfisáhrif og svo mætti lengi telja. Það er því mikilvægt í allri gagnrýnni umræðu að rétt sé farið með, öllum til heilla. Góðar stundir. Greinarhöfundur er íbúi og ferðaþjónustubóndi á Djúpavogi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar