Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 18:09 Fólk bíður í röð eftir að komast í skimun í borginni Bangalore á Indlandi. EPA/JAGADEESH NV Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32