Þegar Mbappé sagði hæ við heiminn á Etihad Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 13:30 Kylian Mbappé skorar fyrsta Meistaradeildarmark sitt á ferlinum, gegn Manchester City í febrúar 2017. getty/Alex Livesey Kylian Mbappé mætir í kvöld á völlinn þar sem hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark á ferlinum, Etihad, og kynnti sig almennilega fyrir fótboltaheiminum. Þegar Mbappé skoraði fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt 2017 var hann átján ára leikmaður Monaco. Núna, vorið 2021, er Mbappé 22 ára leikmaður Paris Saint-Germain, heimsmeistari með Frakklandi, verðlaunum og viðurkenningum hlaðinn og einn besti leikmaður heims. Leikur City og Monaco í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 21. febrúar 2017 er með þeim eftirminnilegri í keppninni á síðustu árum. City vann leikinn, 5-3, en mörkin þrjú sem Monaco skoraði á Etihad reyndust dýrmæt. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Leroys Sané. Falcao, félagi Mbappés í framlínu Monaco, jafnaði sex mínútum síðar þegar hann kastaði sér fram og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fabinho. Mbappé og Falcao mynduðu frábært framherjapar hjá Monaco tímabilið 2016-17.getty/Alex Livesey Á 40. mínútu var svo komið að Mbappé. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn City frá Fabinho, stakk Nicolás Otamendi af og skoraði framhjá Willy Caballero í marki heimamanna. Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Mbappés. Þau eru nú orðin 27 og á eftir að fjölga mikið á næstu árum. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum á Etihad auk þess sem Willy varði vítaspyrnu frá Falcao. Kólumbíumaðurinn skoraði reyndar glæsilegt mark á 61. mínútu og kom Monaco í 2-3 en City skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og vann, 5-3. Það dugði þó ekki til því Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 3-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mbappé kom Monaco á bragðið strax á 8. mínútu og Fabinho jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Sané minnkaði muninn á 71. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Tiémoué Babayoko markið sem kom Monaco í átta liða úrslitin. Monaco komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og varð franskur meistari. Eftir tímabilið fóru stærri félög að kroppa í leikmenn Monaco. City keypti Bernardo Silva og Benjamin Mendy, Chelsea Babayoko og PSG krækti í Mbappé. Hann hefur skorað 106 mörk í 123 leikjum fyrir PSG og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu, nema Meistaradeildina. PSG komst í úrslit hennar í fyrra en tapaði fyrir Bayern München, 1-0. Rúben Dias og félagar í vörn Manchester City höfðu góðar gætur á Mbappé í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.getty/Alex Grimm PSG á nú tækifæri á að endurtaka leikinn en til þess að það gerist þarf liðið að snúa 1-2 tapi í fyrri leiknum á Parc des Princes sér í vil. PSG var yfir í hálfleik en City tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Mbappé hefur glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn er ekki alveg ljóst hvort hann spilar ef marka má orð Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra PSG. En Mbappé þyrfti væntanlega að vera ógöngufær til að koma ekki við sögu í þessum mikilvæga leik. Leikur Man. City og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira
Þegar Mbappé skoraði fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt 2017 var hann átján ára leikmaður Monaco. Núna, vorið 2021, er Mbappé 22 ára leikmaður Paris Saint-Germain, heimsmeistari með Frakklandi, verðlaunum og viðurkenningum hlaðinn og einn besti leikmaður heims. Leikur City og Monaco í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 21. febrúar 2017 er með þeim eftirminnilegri í keppninni á síðustu árum. City vann leikinn, 5-3, en mörkin þrjú sem Monaco skoraði á Etihad reyndust dýrmæt. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu eftir undirbúning Leroys Sané. Falcao, félagi Mbappés í framlínu Monaco, jafnaði sex mínútum síðar þegar hann kastaði sér fram og skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Fabinho. Mbappé og Falcao mynduðu frábært framherjapar hjá Monaco tímabilið 2016-17.getty/Alex Livesey Á 40. mínútu var svo komið að Mbappé. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn City frá Fabinho, stakk Nicolás Otamendi af og skoraði framhjá Willy Caballero í marki heimamanna. Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Mbappés. Þau eru nú orðin 27 og á eftir að fjölga mikið á næstu árum. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum á Etihad auk þess sem Willy varði vítaspyrnu frá Falcao. Kólumbíumaðurinn skoraði reyndar glæsilegt mark á 61. mínútu og kom Monaco í 2-3 en City skoraði síðustu þrjú mörk leiksins og vann, 5-3. Það dugði þó ekki til því Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 3-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mbappé kom Monaco á bragðið strax á 8. mínútu og Fabinho jók muninn í 2-0 á 29. mínútu. Sané minnkaði muninn á 71. mínútu en sex mínútum síðar skoraði Tiémoué Babayoko markið sem kom Monaco í átta liða úrslitin. Monaco komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og varð franskur meistari. Eftir tímabilið fóru stærri félög að kroppa í leikmenn Monaco. City keypti Bernardo Silva og Benjamin Mendy, Chelsea Babayoko og PSG krækti í Mbappé. Hann hefur skorað 106 mörk í 123 leikjum fyrir PSG og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu, nema Meistaradeildina. PSG komst í úrslit hennar í fyrra en tapaði fyrir Bayern München, 1-0. Rúben Dias og félagar í vörn Manchester City höfðu góðar gætur á Mbappé í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain.getty/Alex Grimm PSG á nú tækifæri á að endurtaka leikinn en til þess að það gerist þarf liðið að snúa 1-2 tapi í fyrri leiknum á Parc des Princes sér í vil. PSG var yfir í hálfleik en City tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Mbappé hefur glímt við meiðsli í aðdraganda leiksins og enn er ekki alveg ljóst hvort hann spilar ef marka má orð Mauricios Pochettino, knattspyrnustjóra PSG. En Mbappé þyrfti væntanlega að vera ógöngufær til að koma ekki við sögu í þessum mikilvæga leik. Leikur Man. City og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira