EES-ríkin ekki lengur á „bannlista“ Evrópusambandsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 08:52 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að frá og með deginum í dag sé Ísland ekki lengur á lista Evrópusambandins. Vísir/Vilhelm Ísland er ekki lengur á lista Evrópusambandsins yfir þau ríki sem hefta á flutning bóluefnis gegn covid-19 til. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í gær. Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“ Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Evrópusambandið kynnti í lok mars hertar reglur sem ætlað er að takmarka útflutning á bólefni gegn covid-19 frá sambandinu. Samkvæmt þeirri reglugerð þurftu ríki utan ESB sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn veirunni frá ESB. Stjórnvöld hér á landi hafa síðan þá gagnrýnt ákvörðun ESB harðlega og segir Guðlaugur þá gagnrýni hafa borið árangur. „Við erum búin að vinna markvisst að því að benda Evrópusambandinu á að það er EES samningur í gangi og samkvæmt nýjustu fréttum hafa þeir tekið tillit til þess. Það er ánægjulegt að í þeirri tillögu sem kemur núna frá framkvæmdastjórninni þá erum við farin af þessum lista ásamt EES ríkjunum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ísland var á meðal ríkja sem reglugerðin var sögð ná til en stjórnvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Evrópusambandið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Noregur og fleiri ríki voru á listanum yfir ríki sem reglugerðin átti að ná yfir. Ísland er því á sama stað og önnur Evrópuríki hvað þetta varðar. „Já, enda eigum við að vera þar vegna þess að við erum með EES samning.“ „Auðvitað skiptir þetta máli. Það á að virða EES samninginn, það á að virða hann alltaf, líka við aðstæður sem þessar. Við höfum komið mjög ákveðnum mótmælum á framfæri síðan þetta kom fram,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur fundaði með viðskiptaframkvæmdastjóra Evrópusambandsins á föstudag og á laugardag fundaði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem loks kom fram að sambandið myndi taka tillit til sjónarmiða yfirvalda hér á landi. „Samkvæmt heildum sem við höfum frá því í morgun hefur það gengið eftir. Reglugerðinni hefur verið breytt og að því gefnu að engin aðildarríki mótmæla því mun það ganga eftir.“
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40 Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12 Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir. 25. mars 2021 13:40
Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. 24. mars 2021 21:12
Óvíst hvort útflutningstakmarkanir hafi áhrif á Ísland Utanríkisráðuneytið segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem gefi tilefni til að ætla að fyrirhugaðar útflutningstakmarkanir Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni hafi áhrif á afhendingu bóluefnis hingað. 24. mars 2021 13:58