Stofna skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 10:31 Ís sem kelfir úr Skaftafellsjökli í lón sem hefur myndast fyrir framan jökulsporðinn. Íslenskir jöklar hopa nú hratt vegna hlýnunar loftslags. Vísir/Vilhelm Veðurstofu Íslands hefur verið falið að veita nýjum samstarfsvettvangi fagstofnana um loftsagsbreytingar og aðlögun að þeim forystu. Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á að styðja stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum og miðla gögnum, rannsóknum og þekkingu til að takast á við loftslagsbreytingar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, kynnti stofnun nýju skrifstofunnar á ársfundi Veðurstofu Íslands í morgun. Hún á að vera sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Sagði ráðherrann að Veðurstofan fengi aukið fjárframlag úr ríkissjóði til að standa straum að verkefninu. Framlag starfsmanna Veðurstofunnar, Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Skipulagsstofnunar sem sinna vöktun og rannsóknum vegna áhrifa loftslagsbreytinga á að mynda grunninn að þeim rannsóknum, mælingum, fróðleik og öðrum gögnum sem skrifstofan mun miðla og nýta til að sinna hlutverki sínu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Veðurstofa Íslands er tengiliður (National Focal Point) við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þær niðurstöður sem birtar hafa verið í skýrslum IPCC eru vísindalegar forsendur fyrir þeim alþjóðlegu aðgerðum sem farið hefur verið í til að uppfylla Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og bókanir hans (Kýótó og Parísarsamninginn). Einnig leggja þær vísindalegan grunn að áhættumati gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim. Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er enn fremur ætlað að vera tengiliður við alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðaveðurfræðistofnunina (WMO) og ESB Kópernikusaráætlunina um vöktun jarðar. Skýrslur IPCC leggja jafnframt ákveðinn grunn að skýrslum Vísindanefndar en sú nýjasta kom út á vormánuðum 2018: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í þeirri skýrslu var farið yfir umfang breytinga og ummerki þeirra hér á landi á liðnum áratugum og auk þess fjallað um líklegar breytingar og afleiðingar þeirra á næstu áratugum. Nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er ætlað að styrkja starf Vísindanefndar og sinna miðlun og útgáfu á skýrslum nefndarinnar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi Loftslagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, kynnti stofnun nýju skrifstofunnar á ársfundi Veðurstofu Íslands í morgun. Hún á að vera sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Sagði ráðherrann að Veðurstofan fengi aukið fjárframlag úr ríkissjóði til að standa straum að verkefninu. Framlag starfsmanna Veðurstofunnar, Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Skipulagsstofnunar sem sinna vöktun og rannsóknum vegna áhrifa loftslagsbreytinga á að mynda grunninn að þeim rannsóknum, mælingum, fróðleik og öðrum gögnum sem skrifstofan mun miðla og nýta til að sinna hlutverki sínu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Veðurstofa Íslands er tengiliður (National Focal Point) við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þær niðurstöður sem birtar hafa verið í skýrslum IPCC eru vísindalegar forsendur fyrir þeim alþjóðlegu aðgerðum sem farið hefur verið í til að uppfylla Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og bókanir hans (Kýótó og Parísarsamninginn). Einnig leggja þær vísindalegan grunn að áhættumati gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim. Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er enn fremur ætlað að vera tengiliður við alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðaveðurfræðistofnunina (WMO) og ESB Kópernikusaráætlunina um vöktun jarðar. Skýrslur IPCC leggja jafnframt ákveðinn grunn að skýrslum Vísindanefndar en sú nýjasta kom út á vormánuðum 2018: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í þeirri skýrslu var farið yfir umfang breytinga og ummerki þeirra hér á landi á liðnum áratugum og auk þess fjallað um líklegar breytingar og afleiðingar þeirra á næstu áratugum. Nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er ætlað að styrkja starf Vísindanefndar og sinna miðlun og útgáfu á skýrslum nefndarinnar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Loftslagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira