Möguleiki á þriðja enska úrslitaleiknum í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:15 Christian Pulisic skoraði mark Chelsea í fyrri leiknum gegn Real Madrid. Það gæti reynst gulls ígildi í kvöld. getty/Gonzalo Arroyo Það kemur í ljós í kvöld hvort Real Madrid kemst í sautjánda sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eða Chelsea mæti Manchester City í enskum úrslitaleik á Atatürk leikvanginum í Istanbúl 29. maí. Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira