Má bjóða þér afkomubætandi aðgerðir? Daði Már Kristófersson skrifar 7. maí 2021 12:31 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Ríkisstjórninni er eðlilega umhugað um að bæta afkomu ríkissjóðs enda kemur hugtakið afkomubætandi alls 114 sinnum fyrir í áætluninni. Ekki veitir af. Af útfærslum þessa afkomubóta er þó minna að frétta. Þetta vekur ugg. Íhaldssama leiðin Ekki er deilt um að núverandi ríkisstjórn er íhaldssöm. Hún er sáttmáli um óbreytt ástand. Hvernig er dæmigerð íhaldssöm afkomubót? Þær eru af tvennum toga. Hækka skatta og draga úr útgjöldum. Semsagt 114 loforð um skatta og niðurskurð. Þetta er áhyggjuefni. Misheppnaðar tilraunir til að prenta peninga til að styðja við hallarekstur ríkisins, sem sjá má af erlendri lántöku ríkisins og viljaleysi Seðlabankans til að kaupa ríkisskuldabréf, munu að öllum líkindum leiða til þess að stutt er í að slíkar „afkomubætur“ fari að bitna á almenningi. Frjálslynda leiðin Viðreisn hefur lagt til aðra leið. Að vaxa út úr vandanum. Með kröftugum hagvexti má halda skuldahlutföllum niðri og fjármagna fjármagnskostnað með reglubundnum tekjum. Það krefst hins vegar aðgerða. Tryggja þarf ytri stöðugleika. Um það er nokkur samstaða. Seðlabankinn hefur með inngripum sínum á undanförnum mánuðum sýnt að stjórnendur hans eru á sömu skoðun. Gengisstöðugleiki er forgangsmál. Vandamálið er að krónuna skortir trúverðugleika og langan tíma tekur að byggja hann upp. Viðreisn hefur lagt til að Ísland farið að dæmi Danmerkur og geri samninga við Evrópska seðlabankann um gagnkvæmar gengisvarnir – festi gengi krónunnar gagnvart Evru. Danir hafa haft slíkt fyrirkomulag um áratuga skeið með ágætum árangri. Með því fáist nauðsynlegur trúverðugleiki við stefnu Seðlabankans um stöðugt gengi. Árangurinn yrði meiri fyrirsjáanleiki, stöðugra verðlag og kaupmáttur, minni flótti fjármagns úr hagkerfinu og lægri vextir. Allt þetta mundi hjálpa verulega í að stuðla að vexti og hagsæld. En meira þarf til. Huga þarf að aðgerðum sem stuðla að aukinni framleiðni. Dæmi um slíkt er aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun, einföldun regluverks og stjórnsýslu, fjölbreyttari rekstrarform í veitingu opinberrar þjónustu, styrking innviða, bæði rafrænna og í samgöngum og endurskoðun kerfa sem vernda sérhagsmuni á kostnað hagsmuna almennings, t.d. í sjávarútvegi og landbúnaði. Þitt er valið. Hvora leiðina vilt þú fara? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun