Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 08:00 Russell Westbrook skrifaði NBA-söguna í nótt. getty/Casey Sykes Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Westbrook náði sinni 182. þrennu á ferlinum þegar hann tók frákast þegar átta og hálf mínúta voru eftir af leik Atlanta Hawks og Washington Wizards. Hann bætti þar með met Robertsons sem hafði staðið í 47 ár. Russell Westbrook's 10th rebound tonight gives him 182 career triple-doubles, the MOST in @NBAHistory! pic.twitter.com/n99l8SVrqS— NBA (@NBA) May 11, 2021 Congrats to @russwest44 of the @WashWizards for setting the ALL-TIME RECORD for TRIPLE-DOUBLES! pic.twitter.com/pTuaUaEr1i— NBA (@NBA) May 11, 2021 Westbrook skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og gaf 21 stoðsendingu í naumu tapi Washington, 125-124. Westbrook fékk tækifæri til að tryggja Galdramönnunum sigurinn en þriggja stiga skot hans þegar tvær sekúndur voru eftir geigaði. Washington lék án Bradleys Beal, næststigahæsta leikmanns NBA, í nótt. Russell Westbrook (28 PTS, 13 REB, 21 AST) passes Oscar Robertson for the MOST TRIPLE-DOUBLES in NBA history!@russwest44 x @WashWizards pic.twitter.com/60hCVLKUtR— NBA (@NBA) May 11, 2021 The Big O, Magic, and more congratulate Russ!#WES182OOK | @russswest44 pic.twitter.com/eObUZ3Pmv2— Washington Wizards (@WashWizards) May 11, 2021 Trae Young skoraði 36 stig fyrir Atlanta og John Collins 28. Bogdan Bogdanovic heldur áfram að spila vel fyrir Haukana og skoraði 25 stig. 36 points, 9 dimes for @TheTraeYoung in the @ATLHawks win. pic.twitter.com/fAm7JPm5MI— NBA (@NBA) May 11, 2021 Stephen Curry skoraði 36 stig þegar Golden State Warriors sigraði Utah Jazz, topplið Vesturdeildarinnar, 119-116. Með sigrinum tryggði Golden State sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Curry er stigahæstur í deildinni með 31,9 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði ellefu stig af vítalínunni í nótt og setti niður stórt þriggja stiga skot undir lokin. Curry hefur þó oft hitt betur úr þristum en í nótt. 36 points for @StephenCurry30 7th straight game with 30+ points Game-winning triple with 13.4 leftSteph keeps the @warriors in the #8 spot out West! pic.twitter.com/IA3EfzWvxs— NBA (@NBA) May 11, 2021 Jordan Clarkson skoraði 41 stig fyrir Utah og Bojan Bogdanovic 27 stig. Donovan Mitchell og Mike Conley léku ekki með liðinu í nótt. Memphis Grizzlies tryggði sér einnig sæti í umspilinu með sigri á New Orleans Pelicans, 115-110. Dillon Brooks skoraði 23 stig fyrir Memphis og Jonas Valanciunas var með tuttugu stig og ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Atlanta 125-124 Washington Golden State 119-116 Utah Memphis 115-110 New Orleans Cleveland 102-111 Indiana San Antonio 146-125 Milwaukee Portland 140-129 Houston
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira