Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Kolbeinn Tumi Daðason, Kjartan Kjartansson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. maí 2021 12:09 Eldur logar í Grímsnesinu. Landhelgisgæslan Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð. Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira