Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:19 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, Olga Margrét Cilia, þingkona Pírata og Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga. MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga.
MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira