Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2021 14:54 Kristján Þór Júlíusson baðst afsökunar á því, í upphafi fundar um skýrslu sem fjallar um ástand og horfur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum, með því að biðjast afsökunar á því hvernig upplýsingagjöf ráðuneytisins var háttað. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei. Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei.
Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira