Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 12:45 Verkið sem deilurnar standa um. Bæjarstjóri bauð flýtimeðferð til að koma verkinu upp aftur en ekki hefur náðst samkomulag við listamennina um það. Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir. Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir.
Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira