Þrjátíu gráir skuggar... Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. maí 2021 07:01 Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Portúgal Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar