Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 13:42 Konur að vinnu á akri nærri Mekelle, höfuðborg Tigray. Vitni segja þúsundum kvenna hafa verið nauðgað og nauðgunum sé beint með markvissum hætti. AP/Ben Curtis Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira