Erlendar efnisveitur á Íslandi: Ekkert svar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. maí 2021 15:22 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki enn svarað skriflegri fyrirspurn frá mér um starfsemi erlendra efnisveitna hér á landi en fyrirspurnin var lögð fram þann 7. desember á síðasta ári. Reglur þingsins kveða á um að skriflegum fyrirspurnum sé að jafnaði svarað innan hálfs mánaðar en skriflegar skýringar á töfunum skuli koma ef ekki tekst að svara innan tímamarka. Nú eru liðnir meira en fimm mánuðir og engin svör berast og engar skýringar. Það fer að örla á höfnunarkennd hjá manni. Samt eru þessar spurningar alveg svaraverðar. Í nýlegu meirihlutaáliti Allsherjar- og menntamálanefndar um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur er klausa um þetta þar sem talað er um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla og tekið fram að fjármála- og efnhagsráðuneytið og menntamálaráðuneytið „hafi til skoðunar skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna eða ígildi skattlagningar rafrænna viðskipta við erlendu miðlana.“ Guð láti gott á vita, að ráðuneytisfólk „hafi til skoðunar“ mál þó ekki sé verið að ómaka sig við að svara óbreyttum stjórnarandstöðuþingmanni – því þetta er stórmál. Kannski vefst fyrir ráðherranum að ég skuli setja málið í samhengi við evrópusamstarf okkar, sem er hægrimönnum feimnismál, en með fullri virðingu fyrir afli og málafylgju íslenskra stjórnvalda er hætt við að fátt verði um svör ef Íslendingar fara að hafa í hótunum við þess risa – þeir bara fari – en hér geti Íslendingar notið stærðarhagkvæmni í samfloti við Evrópusambandið. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og svohljóðandi: „Hafa íslensk stjórnvöld af sjálfsdáðum, eða í samvinnu við önnur EFTA-ríki, metið hvaða þýðingu löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu, eins og Evrópusambandið og OECD eru að skoða, hefði á Íslandi? Hefur verið lagt mat á það hvort íslenskt skattaumhverfi sé í stakk búið að innleiða nauðsynlegar breytingar til að slík skattlagning, þvert á landamæri, virki með skilvirkum hætti á Íslandi? Telur ráðherra ekki mikilvægt að hafin sé strax vinna við gerð á íslenskri löggjöf um skattlagningu á stafræna þjónustu svo að Ísland verði tilbúið í breytingar með öðrum þjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu þegar að þeim kemur?“ Þessar spurningar varða grundvallaratriði í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi, og þá hrikalega skekktu samkeppnisstöðu sem þeir búa við gagnvart alþjóðarisum sem starfrækja hér efnisveitur og samfélagsmiðla án þess að greiða skatta, laun eða aðrar skyldur, og neyta aflsmunar í krafti stærðar sinnar. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun