Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 22:31 Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem skýrslan var kynnt. Utanríkisráðuneytið Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best. Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér. Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér.
Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira