Dýrar og óafturkræfar offituaðgerðir siðferðislega ámælisverðar Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 12:58 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Hún gerir alvarlegar athugasemdir við umfjöllun liðinna daga um offituaðgerðir. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, gagnrýnir harðlega „einhliða umfjöllun“ Fréttablaðsins um offituaðgerðir hjá Klíníkinni, sem hún segir skaðlegra fyrirbæri en þar er látið í veðri vaka. Tara varar við því að gróðasjónarmið séu að fléttast inn í heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim jaðarsetta hópi sem feitir eru. Því þurfi að staldra við og íhuga málið. Einkastofur annast flestar svona aðgerðir. „Það að heilbrigðiskerfið skuli bjóða jaðarsettum einstaklingum upp á dýrar og óafturkræfar skurðaðgerðir til að gera þeim kleift að losna við jaðarsetningu sína í staðinn fyrir að vinna með samfélagslega rót hennar hlýtur að teljast siðferðislega ámælisvert,“ skrifar Tara Margrét í grein á Vísi. Tara segir að tölfræði, sem gefi til kynna að fylgikvillar af offituaðgerðum séu minni háttar og sjaldgæfir, sé oftar en ekki byggð á skekktum rannsóknum. Slíkar rannsóknir nái þar með ekki utan um vandann sem fólk upplifir í kjölfar aðgerðanna. Tvær ungar konur létu lífið Í frétt Fréttablaðsins var fjallað um að aðgerðir eins og hjáveitu- og magaermisgarðir gætu lengt líf sjúklinga um hátt í átta eða tíu ár. Fylgikvillarnir eru þar sagðir fátíðir. Tara er á öðru máli. „Það eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár síðan að tvær ungar konur létu lífið í kjölfar offituaðgerða hér á landi. Samtök um líkamsvirðingu hafa fengið að heyra margar fleiri sögur frá þolendum og aðstandendum/eftirlifendum þeirra um þann skaða sem þessar aðgerðir geta haft. Það er eitthvað mikið að þegar þessar sögur berast ekki til heilbrigðisyfirvalda og þegar þær rannsóknir sem gerðar eru ná ekki utan um þær. Samtök um líkamsvirðingu óttast að offituaðgerðir verði enn eitt dæmið um misbeitingu heilbrigðisvísindanna gagnvart feitu fólki þegar fram líður,“ skrifar Tara. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tara varar við því að gróðasjónarmið séu að fléttast inn í heilbrigðisþjónustu gagnvart þeim jaðarsetta hópi sem feitir eru. Því þurfi að staldra við og íhuga málið. Einkastofur annast flestar svona aðgerðir. „Það að heilbrigðiskerfið skuli bjóða jaðarsettum einstaklingum upp á dýrar og óafturkræfar skurðaðgerðir til að gera þeim kleift að losna við jaðarsetningu sína í staðinn fyrir að vinna með samfélagslega rót hennar hlýtur að teljast siðferðislega ámælisvert,“ skrifar Tara Margrét í grein á Vísi. Tara segir að tölfræði, sem gefi til kynna að fylgikvillar af offituaðgerðum séu minni háttar og sjaldgæfir, sé oftar en ekki byggð á skekktum rannsóknum. Slíkar rannsóknir nái þar með ekki utan um vandann sem fólk upplifir í kjölfar aðgerðanna. Tvær ungar konur létu lífið Í frétt Fréttablaðsins var fjallað um að aðgerðir eins og hjáveitu- og magaermisgarðir gætu lengt líf sjúklinga um hátt í átta eða tíu ár. Fylgikvillarnir eru þar sagðir fátíðir. Tara er á öðru máli. „Það eru ekki liðin nema rétt rúm þrjú ár síðan að tvær ungar konur létu lífið í kjölfar offituaðgerða hér á landi. Samtök um líkamsvirðingu hafa fengið að heyra margar fleiri sögur frá þolendum og aðstandendum/eftirlifendum þeirra um þann skaða sem þessar aðgerðir geta haft. Það er eitthvað mikið að þegar þessar sögur berast ekki til heilbrigðisyfirvalda og þegar þær rannsóknir sem gerðar eru ná ekki utan um þær. Samtök um líkamsvirðingu óttast að offituaðgerðir verði enn eitt dæmið um misbeitingu heilbrigðisvísindanna gagnvart feitu fólki þegar fram líður,“ skrifar Tara.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34
Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum. 21. desember 2019 22:00
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. 26. júlí 2019 15:00