Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 14:43 Rafhlaupahjólum hefur líklegast fjölgað mjög á götum höfuðborgarsvæðisins á undanförnu ári. Vísir/Vilhelm Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni. Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni.
Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira