Stefna á að klára varnargarðana á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. maí 2021 19:16 Reynt verður að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir eyðileggist. Vísir/Vilhelm Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. Stór jarðýta hófst í fyrrinótt handa við að ryðja upp varnargörðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli, með það að markmiði að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga, þaðan sem leiðin er greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. Verktakar voru að fram á kvöld í gær og voru aftur mættir á staðinn snemma í morgun. „Verktakar hófu vinnu um klukkan átta í morgun og héldu áfram við vestur varnargarðinn, og náðu að klára hann í rétt um fjögurra metra hæð. Þannig að hann er nokkurn veginn tilbúinn, þessi fyrsti áfangi af þeim varnargarði,“ segir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Vestari garðurinn í Syðri Meradölum er tilbúinn og er um fjögurra metra hár. Austari garðurinn verður verður bæði lengri og hærri. „Þeir eru báðir jafn háir þannig að við byrjum á þessum fyrsta áfanga sem er fjögurra metra hár. En það er ekkert ólíklegt að við förum hærra, kannski sex eða átta metra.“ Ari telur að garðarnir eigi að duga til þess að varna því að hraunið renni úr nafnlausa dalnum svokallaða og niður í Nátthaga. „Það hefur sýnt sig að hraunið getur verið meira en átta metrar fyrir aftan svona varnargarða án þess að hann bresti. Það er hörð skel á hrauninu þegar það byrjar að kólna þannig að við erum að vinna með það núna að fara upp í átta metrar núna í þessari lotu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Stór jarðýta hófst í fyrrinótt handa við að ryðja upp varnargörðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli, með það að markmiði að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga, þaðan sem leiðin er greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. Verktakar voru að fram á kvöld í gær og voru aftur mættir á staðinn snemma í morgun. „Verktakar hófu vinnu um klukkan átta í morgun og héldu áfram við vestur varnargarðinn, og náðu að klára hann í rétt um fjögurra metra hæð. Þannig að hann er nokkurn veginn tilbúinn, þessi fyrsti áfangi af þeim varnargarði,“ segir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Vestari garðurinn í Syðri Meradölum er tilbúinn og er um fjögurra metra hár. Austari garðurinn verður verður bæði lengri og hærri. „Þeir eru báðir jafn háir þannig að við byrjum á þessum fyrsta áfanga sem er fjögurra metra hár. En það er ekkert ólíklegt að við förum hærra, kannski sex eða átta metra.“ Ari telur að garðarnir eigi að duga til þess að varna því að hraunið renni úr nafnlausa dalnum svokallaða og niður í Nátthaga. „Það hefur sýnt sig að hraunið getur verið meira en átta metrar fyrir aftan svona varnargarða án þess að hann bresti. Það er hörð skel á hrauninu þegar það byrjar að kólna þannig að við erum að vinna með það núna að fara upp í átta metrar núna í þessari lotu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira