Bólusetningar og fjöldaskimanir til að sporna gegn útbreiðslu indverska afbrigðisins Sylvía Hall skrifar 15. maí 2021 22:30 Á þeim svæðum sem indverska afbrigðið er í mikilli útbreiðslu hefur fólk verið hvatt til þess að taka svokölluð LFD próf sem fólk getur tekið heima hjá sér, þrátt fyrir að finna ekki fyrir einkennum. Getty/Anthony Devlin Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust undanfarna vikuna í Bretlandi samanborið við vikuna áður. Yfirvöld hafa hvatt fólk til þess að láta bólusetja sig til að sporna gegn útbreiðslu afbrigðisins og mun herinn aðstoða við fjöldaskimanir á svæðum þar sem afbrigðið er í mikilli útbreiðslu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Edward Argar heilbrigðisráðherra að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað lítillega undanfarið, þá aðallega hjá fólki í aldurshópnum 35 til 65 ára sem enn er óbólusett. Til stendur að slaka á sóttvarnaaðgerðum á mánudag í ljósi þess hversu vel hefur gengið að bólusetja í Bretlandi. Útbreiðsla nýja afbrigðisins veldur þó mörgum áhyggjum, þá sérstaklega sérfræðingum sem hafa hvatt fólk til þess að fara sér hægt þegar slakað verður á takmörkunum innanlands. Almenningur bíður í röð við svokallaða bólusetningarrútu þar sem fólki býðst að fá skammt af bóluefni.Getty/Anthony Devlin Bresku læknasamtökin hafa lýst yfir efasemdum um tilslakanir á þessum tímapunkti. Enn séu „lykilhópar“ samfélagsins óbólusettir, þ.e. yngra fólk, sem gætu enn komið af stað bylgju þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum. Yfirvöld verði að fylgjast náið með stöðunni. Þrátt fyrir efasemdir sérfræðinga sagði Boris Johnson forsætisráðherra í gær að núverandi tölfræði benti ekki til þess að ástæða væri til að fresta áformum um tilslakanir, en í næsta skrefi munu veitingastaðir og krár fá leyfi til þess að taka á móti gestum innandyra. Nýja afbrigðið gæti þó sett strik í reikninginn varðandi þær tilslakanir sem hafa verið boðaðar í kjölfar næstu. „Þetta nýja afbrigði gæti raskað áformum okkar og gert okkur erfiðara fyrir í næsta skrefi í júní,“ sagði Johnson í gær. „Ég hvet alla til að fara varlega því þær ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum munu hafa gífurleg áhrif á næstu vikur.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Edward Argar heilbrigðisráðherra að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað lítillega undanfarið, þá aðallega hjá fólki í aldurshópnum 35 til 65 ára sem enn er óbólusett. Til stendur að slaka á sóttvarnaaðgerðum á mánudag í ljósi þess hversu vel hefur gengið að bólusetja í Bretlandi. Útbreiðsla nýja afbrigðisins veldur þó mörgum áhyggjum, þá sérstaklega sérfræðingum sem hafa hvatt fólk til þess að fara sér hægt þegar slakað verður á takmörkunum innanlands. Almenningur bíður í röð við svokallaða bólusetningarrútu þar sem fólki býðst að fá skammt af bóluefni.Getty/Anthony Devlin Bresku læknasamtökin hafa lýst yfir efasemdum um tilslakanir á þessum tímapunkti. Enn séu „lykilhópar“ samfélagsins óbólusettir, þ.e. yngra fólk, sem gætu enn komið af stað bylgju þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum. Yfirvöld verði að fylgjast náið með stöðunni. Þrátt fyrir efasemdir sérfræðinga sagði Boris Johnson forsætisráðherra í gær að núverandi tölfræði benti ekki til þess að ástæða væri til að fresta áformum um tilslakanir, en í næsta skrefi munu veitingastaðir og krár fá leyfi til þess að taka á móti gestum innandyra. Nýja afbrigðið gæti þó sett strik í reikninginn varðandi þær tilslakanir sem hafa verið boðaðar í kjölfar næstu. „Þetta nýja afbrigði gæti raskað áformum okkar og gert okkur erfiðara fyrir í næsta skrefi í júní,“ sagði Johnson í gær. „Ég hvet alla til að fara varlega því þær ákvarðanir sem við tökum á næstu dögum munu hafa gífurleg áhrif á næstu vikur.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira