Árni Bragi: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina Ester Ósk Árnadóttir skrifar 16. maí 2021 16:35 Árni Bragi Eyjólfsson gekk í raðir KA fyrir rúmu ári og hefur reynst liðinu vel. Mynd/KA Árni Bragi var frábær fyrir KA í dag þegar þeir sigruðu ÍBV á heimavelli með tveimur mörkum, 29-27. Árni með 9 mörk úr 15 skotum. „Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. KA Olís-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Tilfinningin að vinna er frábær. Það er svo gott að fá fólkið aftur í húsið. Það er svo frábært að fólkið sem er búið að standa á bak við okkur í allan vetur sé mætt og geti fagnað þessu með okkur. Það er það sem kom okkur yfir línuna í dag í hörkuleik á móti mjög góðu ÍBV liði.“ „Færanýting var ekki sérstök á köflum í leiknum. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik. Petar var að verja vel frá okkur, ég klikka til dæmis á tveimur vítum gegn honum. Varnarlega voru við mjög góðir þegar við náðum að skila okkur til baka. ÍBV er með frábæra hornamenn í Hákon og Tedda, þeir voru alltaf fyrstir fram þegar við vorum að reyndum að skila okkur heim. Mér fannst við frábærir í öllu í dag nema kannski færanýting á köflum.“ Það var mikill spenna í leiknum í KA og ekki ljóst fyrr en á síðustu sekúndnum hvort liðið myndi vinna. „Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Það er alveg gaman að vinna stórt en svona leikir eru það sem gefa öllum extra orku, það er bara lang skemmtilegast að gera þetta svona.“ KA er komið í fína stöðu varðandi úrslitakeppnina með sigri í dag. „Við erum bara að taka einn leik í einu. Leikurinn á móti Aftureldingu var náttúrlega risa stór og við stefndum á sigur þar sem gekk ekki en að fá þessi tvö stig í dag ýtir okkur bara nær markmiðinu. Það er ekkert leyndarmál, við ætlum okkur í úrslitakeppnina. Það er númer 1, 2 og 3. Við færumst nær því. Þetta er bara einn leikur í einu.“ KA spilar leikina sína þétt núna og stutt á milli þar sem liðið gat ekki spilað á með landsliðspásan var en önnur lið gerðu það. „Svona er bara tímabilið og við gerum það þá bara þannig. Maður er alltaf minna þreyttur þegar maður vinnur. Það er miklu auðveldara að mæta í endurheimt og á æfingar eftir sigurleiki. Sigurleikir gefa manni alltaf auka orku og vonandi náum við að byggja á því.“ Árni Bragi er á leið til Aftureldingar eftir tímabilið. „Ég verð hálf klökkur að hugsa út í það sjálfur en ég ætla bara að leyfa því að gerast þegar tímabilið er búið. Nú er það bara KA.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
KA Olís-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira