Tveir bæir bætast á garnaveikilista Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 14:00 Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Vísir/Vilhelm Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn. Á vef MAST segir að bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Barká í Tröllaskagahólfi hefur sömuleiðis bæst á garnaveikilistann þar sem bólusetning á bænum hafi verið vanrækt þó að sjúkdómurinn hafi ekki greinst þar. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem eru á lista yfir garnaveiki gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. „Tilfellið á Lindarbrekku uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákætt en hitt neikvætt. Jákvæða sýnið var úr kind sem var 2,5 vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau reyndust neikvæð. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hans eru hægfara vanþrif, stundum með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp í getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Það eru smitaðar kindur án einkenna sem skilja út mikið af smitefninu. Meðgöngutími í sauðfé og geitum er 1-2 ár eða lengri. Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í 1- 1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Slík lömb eru óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið. Dýraheilbrigði Hörgársveit Múlaþing Landbúnaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Á vef MAST segir að bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Barká í Tröllaskagahólfi hefur sömuleiðis bæst á garnaveikilistann þar sem bólusetning á bænum hafi verið vanrækt þó að sjúkdómurinn hafi ekki greinst þar. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem eru á lista yfir garnaveiki gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu. „Tilfellið á Lindarbrekku uppgötvaðist eftir að bóndi í samráði við héraðsdýralækni hjá Matvælastofnun sendi sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum úr tveimur ám sem höfðu verið að dragast upp. Annað sýnið var jákætt en hitt neikvætt. Jákvæða sýnið var úr kind sem var 2,5 vetra og sýndi einkenni sjúkdómsins. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki en þau reyndust neikvæð. Bólusetningarskylda gildir nú fyrir allt Suðurfjarðarhólf. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hans eru hægfara vanþrif, stundum með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp í getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Það eru smitaðar kindur án einkenna sem skilja út mikið af smitefninu. Meðgöngutími í sauðfé og geitum er 1-2 ár eða lengri. Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í 1- 1½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að bólusetja ásetningslömb eins fljótt og auðið er sem og aðkeypt lömb. Slík lömb eru óvarin þar til þau fá bólusetninguna og geta því tekið smit í millitíðinni, sé smitálag í umhverfinu mikið.
Dýraheilbrigði Hörgársveit Múlaþing Landbúnaður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira